Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1923, Page 13

Læknablaðið - 01.07.1923, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 107 Útrýming geitna. Hún er aö visu enn í byrjun, geitna-útrýmingin hér a landi, og ]>vi snemt aö kveöa upp clóm um, hvern árangur ]>essi liarátta muni l>era meö tiö og tíma. Samt sem áöur get eg ekki stilt mig um aö láta niína skoö- un i !jósi i þessu máli. eins og ]>aö liggur nú fyrir. Þaö er víst ekki nema ár eöa rúmlega ]>aö, síöan aö hr. Gunnl. læknir Claessen birti áskorun sína til íslenskra lækna, um þaö, aö hefja sam- starf til ]>ess aö ú t rý m a geitum á mönnum hér á landi. — Hann hlýtur aö liafa bjargfasta trú á því, aö útrýming geitnanna muni takast. — Læknar landsins uröu vel viö áskorun ]>essari, og viö samrannsókn þeirra síöastliöiö ár kom þaö í Ijós, aö 53 geitnasjúklingar eru hér á íandi, sem læknar vita af, samanber skýrslu landlæknis um þetta efni í 205. tbl. Morgunblaðsins ]>. á. Al]>ingi hefir lika snúist vel í þetta mál og veitt ríflega fé til lækninganna. Eftir ]>essum undirtektum aö dæma mun mörgum virðast, aö byrlega blási og l>rátt muni draga aö ]>ví. að Lslendingar veröi lausir viö þenna leiða kvilla um aldur og æfi, — til þess er beint stofnaö meö útrýming- unni, enda farast sjálfum landlækni þannig orö, aö ef allir læknar lands- ins láti sér vel ant um þetta málefni, séu mestar likur til, aö takast megi á fáum árum aö ú t r ý m a geitunum fyrir fult og alt. — En enn þá viröist þessi útrýming eingöngu eiga aö hvila á því curativa. en lítil eöa alls engin áhersla lögö á ]>aö profylaktiska, aö eg ekki nefni að uppræta orsökina, sem ætti ]>ó aö vera alfa og ómega útrýmingarinnar. Meö ]>essari byrjun og líku framhaldi hefi eg litla trú á. að geitum verið nokkurn tima útrýmt á íslandi. Húökvillum, sem Favus, Herpes, Scabies o. fl. veröur ]>vi síður útrýmt sem ]>á má telja algenga jafnt á mönnum og dýrum. Erlendis er ]>aö svona. Hér á landi er ]>etta litt rannsakaö mál. en ]>ó sennilegt, aö likt veröi hér uppi á teningnum og í öörum löndum. Það er áreiöanlegt, aö erlendis er Eavus algengur á rottum og músum. sjaldgæfari á hundum og köttum, vafasamt. hvort hestar, kýr eöa kindur taka kvillann. en orsökin er hin sama og .á mönnum, sveppurinn achorion Schönleinii, enda h’afa menn bráfaldlega smitast af dvrum. Þess utan hafa og hænsni og kalkúnur sinn favus, sem aö visu stafar af sérstakri tegund geitnasveppsins og nefn- ist lophophyton (Dermatomyces) gallinarum, en sem getur myndaö skorp - ur eða skildi likt og geitur á músum og kaninum og á hörundi manns- ins erythemato-sqúamosa flekki. Væri þessi hlið málsins rannsökuö til hlýtar hér heima og eitthvaö svipaö erlendum staöreyndum kæmi á daginn, ]>á geri eg ráö fyrir því, aö seint rnuni nást aö drepa síöasta geitnasveppinn hér á landi, en þar liggur útrýmingargaldurinn falinn, en ekki í lækningunum, þvi „stemma skal á at ósi“. Sig. Ein. Hlíðar, dýralæknir.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.