Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1927, Síða 10

Læknablaðið - 01.11.1927, Síða 10
i68 LÆKNABLAÐIÐ unarmann á NoröfirSi. Eftir aö hafa gegrit embætti sínu á Seyðisfiröi i full 30 ár andaðist hann þar 6. nóv. síðastliðinn. Þegar Kristján kom til Seyðisfjarðar náði aukalæknishéraðið yfir Borg- arfjörð, Loðmundarfjörð, Seyðisfjörð og Mjóafjörð, og þó sjóferðir væru tíðar milli fjarða á sumrin, þurfti vanalega að fara landleiðina að vetrin- um. Þeir sem þekk’a þau ferðalög, vita best hve afarerfið þau eru, fót- gangandi yfir snarbrött fjöll og oft i ófærð. Kristján var snemma feit- laginn og átti erfitt um gang og þoldi slíka áreynslu illa, fékk snemma sár á fótleggina, ulc. cruris, sem svo síðar opnuðust hvað eftir annað, þó þau greru á milli, uns þau að lokum uröu ólæknandi. Kristján hefði ef- laust orðið að yfirgefa þetta hérað, ef læknaskipuninni hefði ekki verið breytt. Fyrst var Borgarfiörður lagður til Úthéraðs og síðar Mjóifjörð- ur til Norðfjarðarhéraðs. En mestu munaði þó það, að vélbátar komu í verstöðvarnar, sem svo voru oftast notaðir til að flytja læknirinn milli fjarðanna. Um þaö leyti sem Kristján kom til Seyðisfjarðar var þar reist sjúkra- hús — eitt með þeim fyrstu — svo við það fékk hann öðrum læknum betri aðstöðu til starfa. En Kristján var yfirlætislaus og dró lítt að sér sjúklinga úr öðrum héruðum, en þá sjúklinga sem á sjúkrahúsið lögð- ust, stundaði hann með stakri alúð. Þó Kristján lvki sæmilegu prófi í læknisfræði og stundaði læknisstarf- ið óaðfinnanlega. hygg eg að sú fræðigrein hafi aldrei tekið hann heilan og óskiftan. Hann var söngelskur mjög, og þegar í skóla stjórnaði hann söngflokk skólans með prýði. Skömmu eftir komu sína til Seyðisfjarðar stofnaði hann söngfélag, sem hann st’órnaði lengi meðan heilsan entist. Þar var hann með lífi og sál, eins og líka sönglög jiau, sem hann samdi, bera með sér. Hann var stiltur maður, en kátur og skemtinn hvað sem á gekk í lífinu, hann haföi meðfædda j)á góðu gáfu að geta umgengist alla og látið öllum þykja vænt um sig’. Próf. Sæmundur Bjarnhéðinsson, sem var námsfélagi hans á allri menta- brautinni, kemst svo að orði í eftirmælum sínum í Morgunbl.: „Kristján læknir var alla tið frá æskuárunum svo óvanalega vinsæll flestum ef ekki öllum, sem kyntust honum, og því fremur sem menn höfðu betri kynni af honum.“ í erfiljóðum Sig. Arngrímssonar ritstjóra Hænis stendur: „Hniginn er hinn höfðinglyndi hjartaprúöi, góði drengur, læknirinn sem allra yndi ætíð var og .................. góðsamlega glettinn stundum — gleðin lék við hvem hans fingur.“ Að endingu vil eg’ minnast á þaö, að Kristján heitinn var andbanning- ur alla æfi; vorum við þar á öndverðum meið. Þótti mörgum Kristján sýna það nokkuð freklega í verki, hve andvígur hann var banninu. Skifti þetta mál — bannntálið — um sinn Seyðfirðingum, eins og mönnum viða um land, í tvo harðsnúna flokka, og hafa sumir læknar hlotiö óvild og hatur fyrir þetta mál. En aldrei vissi eg til að það drægi verulega úr vinsældum Kristjáns. Nú virðist mér sem fleiri og fleiri séu að hallast á þá syeif, að andbanningarnir hafi verið hvggnari en við hinir — ókost-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.