Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1927, Síða 13

Læknablaðið - 01.11.1927, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ 171 staö, aö hið hægfara eöa hreyfingarlausa loft jarövegsins gæti þokaö þeim verulega úr staö. Grunnvatniö gat hins vegar hugsast varhugaveröara. Þó sýndu marg- ar tilraunir, aö venjulega frásíast allar sóttkveikjur mjög fljótt úr grunn- vatni, á leiðinni gegnum jarðveginn. Hættan er því að eins veruleg, ef grunnvatnið rennur óhindrað eftir ákveðinni rás í vatnsból eöa til jarðar- yfirborðsins. A b e 1. sá sem skrifaö hefir ofannefndan kafla i handbók Rubners, segir þó, að að eins í einu læknariti hafi hann séð þess get- ið, að taugaveiki hafi breiðst út frá kirkjugarði á þennan hátt. (Das Ge- sundheitswesen der Preuss. Staates 1906, bls. 109). Atvikaðist þaö þann- ig, aö 3 vikum eftir greftrun taugaveiks manns, kom upp taugaveiki í nánd við kirkjugarðinn. Með því að lita grunnvatnið undir leiðinu meö flúorescíni, mátti rekja æðar frá því til neysluvatns í brunni þeim, sem sjúklingurinn hafði drukkið úr. Það var P a s t e u r sem hélt því fram, að miltisbrandssýklar gætu flutst upp úr moldinni frá hræjum, alt að 12 ára gömlum, og þótti hon- um sennilegast að ánamaökar hefðu annast flutninginn. Robert Koch gerði margar tilraunir þessu að lútandi, og gat fært sönnur á, að þetta ætti sér e k k i stað. III. Einhverjar allra merkustu tilraunirnar geröi L o e s e n e r, og áttu þær sérstaklega aö sýna, hve lengi sóttkveikjur lifi niðri í kirkjugarðsmold. Hann gróf í jörðu dýraskrokka í trékistum, og hafði sett innan í hol skrokkanna líffæri úr mannalíkum ýmislega smituð og morandi af lifandi sóttkveikjum af ýmsu tagi. Einnig spýtti hann inn í æöakerfi sumra hræj- anna vökva með hreinræktuöum sóttkveikjum, og kisturnar með hræjmi- um gróf hann jafn djúpt og venjulegt er við líkgröft. Eftir tilsettan tíma gróf hann upp hræin og athugaði. Niðurstaða Loeseners og annara, er gerðu svipaðar tilraunir, var þessi: Kólerubakteríur og pestarbakteríur héldust lifandi i lengsta lagi mánaöartima, en bac. pyocyaneus, diplococcus pneumoniæ, taugaveikis- og tæringarbakteríur voru ætíð útdauðar að þrem mánuðum liönum. Miltisbrandsbakteríur drápust venjulega eftir fáa daga, nema ef þær höföu myndað spora (dvalarhýöi). í þeim gátu þær lifaö árið út, með fullu sýkingarmagni, en lengra náöu athuganirnar ekki. Hins vegar ber þess að geta, að sporamyndun miltisbrandssýkla á sér einungis stað á yfirboröi líkamans, og þarfnast 180 C. hita. Sé því lík geymt á köldum staö (i kælirúmi, eins og víöa tíðkast í sjúkrahúsum), þá er engin hætta á að sporar myndist. Stí f krampabakteríur héldust lifandi alt aö 8 mánuðum, en þess ber að gæta, að jarðvegurinn er þeirra eiginlega heimkynni, og því erfitt aö sannfærast um, hvort þær væru af flokki þeirra, sem niður voru grafnar, eða tilheyröu jarðveginum. Með þessum tilraunum var þá sýnt, að miltisbrandsbakteríur og stíf- krampabakteríur eru lífseigastar allra, og er það að þakka því, að þær mynda dvalarhvði. Hinar drepast eftir nokkra daga, nokkrar vikur, eða fáeina mánuöi. Ennfremur var með þeim gengið úr skugga um, að hvorki

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.