Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.1927, Qupperneq 17

Læknablaðið - 01.11.1927, Qupperneq 17
LÆKNABLAÐIÐ 175, lega ritgerö um lokasótthreinsun (La pratique actuelle des desinfections finales). Þar eö eg haföi síöastliöinn vetur séö þessarar greinar getiö í „Uge- skrift for Læger“, og hún vakti forvitni mina, skrifaoi eg S k ú 1 a (j u ö- j ó n s s y n i, kollega í Kaupmannahöfn, og bað hann utvega mér hana. Var hann svo vænn aö senda mér heftið með ritgerðinni, og las eg það meö mestu ánægju. Chagas heiir gert sér mikið far um að kynna sér þetta mál, og vitnar hann í mesta sæg bóka og ritgerða margra nafnkendra núlifandi heitsufræðinga, er einum rómi hallast að þeirri meginskoöun, að loka- sótthreinsun upp á gamla móðinn, með ítarlegum eiturlyfjaþvotti eða formalinreykingu, sé yfirleitt óþörf, því aðalhættan við útbreiðslu sótta stafi frá sjúklingum og smitberum. Frá því 1905 hefir hvert fylkið í Bandaríkjunum eftir annað, lagt al- gerlega niður sótthreinsun með eiturlyfjum eftir farsóttir, en látið i þess stað koma vandaða húsræstingu með þvotti úr sápuvatni, og viðrun á eftir, en áhersla lögð á að vandlegt hreinlæti og sótthreinsun með eitur- lyfjum að auki, eigi sér stað við sóttarsæng sjúklinganna. Sama er að segja um ríkin í Suður-Ameríku. Chagas segir, að það sem af er hafi þessi nýbreytni reynst engu lakari, en fyrri aðferðirnar. Þvert á móti sýnist svo, sem þær hafi reynst betur, en það þakkar hann því, að nú er að auki gefínn nánari gaumur öllum smitberum, og sjúk- lingunum ekki slept úr sótthaldi fyr en örugt þykir, t. d. við barna- veiki og taugaveiki. Tilfærir hann nokkur dæmi þess frá Bandaríkj- unum og Brasilíu, hve farsóttasýking og farsótta-manndauði hefir jafnt og þétt rénað, síðan breytt var um sótthreinsunaraðferðirnar, þrátt fyr- ir það, þó eiturnotkuninni væri slept. Mér er kunnugt um, að sama nýbreytni hefir verið tekin upp í Dan- mörku fyrir 3 árum, eftir skarlatssótt og barnaveiki; og 1921 gáfu Þjóðverjar út lög um að leggja niður opinbera lokasótthreinsun eftir berklaveiki, barnaveiki, meningitis epidemica, skarlatssótt, taugaveiki, idóðsótt og trachoma, en settu í þess stað varúðarreglur við alla með- ferð og hjúkrun sjúklinganna (Sjá Læknablað 1924, bls. 15 og „Múnch. med. Woch. 10, 1926, p. 404). Eftir því sem þýskur læknir, er eg nýlega átti tal við, sagði mér, mun þó ekki enn vera farið að framfylgja þess- um lögum alstaðar á Þýskalandi, og má vera að rótgróin fastheldni leik - manna og lærðra, við gamlar kreddur, séu þar til fyrirstöðu. I ritgerð Chagasar er sýnt fram á, að aðalatriðið við sóttvarnir sé einangrun og sótthreinsun við sjúkrabeðinn, og að gengið sé úr skugga um, að engum sé slept úr sóttkví fyr en sóttkveikjuskoðun hefir sýnt, að smithættan sé liðin hjá. Sé þessa gætt, þá megi í rauninni sleppa allri lokasótthreinsun; en af því ætíð sé bót aö hreinlæti, þá beri að innræta allri alþýðu þýðingu þess, með fyrirskipun um ítarlegar hús- ræstingar eftir allar farsóttir, og opinbert eftirlit með slíkri ræstingu. C h a g a s fer mörgum orðum um, hvle ástæðulítið sé að hræfðast smithættu af dauðum hlutum, og tilfærir ummæli ýmsra merkra lækna og heilsufræðinga nútímans þar að lútandi. Sýklaniir eru fyrst og fremst afaatur, og þurfa líkt og aðrar sníkjuverur, aðra líkami eða næg lífræn efni til þrifa. Amerískur heilsu-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.