Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1929, Side 3

Læknablaðið - 01.09.1929, Side 3
LIKllBLflfllO i5- arg. Reykjavík, sept.—okt. 1929. 9.—10. blað. Undirtektir og úrslit. Með fullu trausti til drengskapar og samheldni íslenskra'lækna hefir stjórn Læknafélags fslands samþykt kosningu embættanefndar. Læknaþingið hafði stutt þetta mál með samhljóða atkvæðum (landlæknir greiddi ekki atkv.), og 90% allra starfandi lækna höfðu kosið nefndarmenn. Svo eindregnar undirtektir taka af öll tvimæli og eru þegjandi vottur þess, að hér er um gott mál og brýna nauðsyn að ræöa, meðan engin trygg- ing fæst fyrir sanngjörnum veitingum. Hvorki kapp né léttúð hefir ráðið í þessu máli. Bæði félagsstjórn og nefndarmönnum er það ljóst, að reynslan ein sker úr þvi, hvort þessi leið sé fær, en hinsvegar hlutverk nefndarinnar bæði vandasamt og vanþakklátt. Eins ber læknum að gæta: að standa allir sem einn maður. Eitt her oss aö varast: að láta stéttarhag sitja í fvrirrúmi fyrir alrnenn- ingsheill. Ef vér gætuin þessa, mun alt vel fara. Yiðvaningsbragur var á ])essari fyrst'u nefndarkosningu og féllu atkvæð- in mjög á víð og dreif. Þessir voru kosnir: Af eml)ættislæknum . . . . — embættislausum lækn. — yngstu læknunt...... — Læknadeild ......... Sjálfkjörinn .......... Nefndarmaður: Magnús Pétursson, Matthias Einarsson, Hannes Guðmundsson, Níels Dungal. Varamaður: Ingólfur Gíslason, Árni Pétursson, Ólafur Helgason, Sæm. Bjarnhjeðinsson. Formaður Læknafélags íslands. En hvað um þá, sem mótfallnir voru nefndarskipun ? Þeir, sem eg þekki best, eru þannig skapi farnir, að þeir munu síst manna ganga í herhögg við stéttarbræður sína. Að öllu óreyndu er engin ástæða til að vantreysta þeim fáu mönnum, sem litu öðrum augum á ])etta mál en allur þorri lækna. Þess er aldrei aö vænta, að allir hugsi á einn veg. Sumir hafa vantreyst ungu læknunum. Engir hafa tekið hetur í þetta mál en þeir! G. H.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.