Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1929, Side 11

Læknablaðið - 01.09.1929, Side 11
LÆKNABLAÐIÐ 137 leitt. Við söknuðum Rússanna, þvi marga langaði til, likt og mig, að sjá ýmsa þeirra og kynnast þeim. ]ig hafði til dæmis gert mér fasta von um að hitta þar prófessor Napalkoff frá Rostow á Suður-Rússlandi, þann, sem eg hefi skrifast á við út af belgfláttu sulla. (Sjá Læknabl. 1927, sept.—okt., og 1928 nóv.—des.). Fundir stóðu mikinn hluta dags alla dagana, en þvi nær á hverju kveldi voru veisluhöld, og mikil gestrisni sýnd af Pólverja ,hendi. A morgnana vorum vi'ð þar að auki velkomnir á öll helstu sjúkrahús borgarinnar, til a'ð skoða þau, og horfa á óperationir. Sjúkrahúsin voru flestöll góðra gjalda verð, ])ó ekkert þeirra gæti heiti'ð algerlega með nýtísku sniði, heldur að- eins að hálfu e'ða litlu leyti ný og nýmóðins, en öll voru fjölsett sjúkling- um, og það sumstaðar jafnvel enn rækilegar en gerist á voru landi. Læknarnir pólsku virtust hinsvegar standa vel í stöðu sinni, og gefa litið eftir því, sem gengur og gerist urn handlækna i hinum mentaða heimi. Til sérstakrar nýhreytni haf'ði franski kvennalæknirinn Jean Louis Faitre ' verið fenginn til þess einn daginn að sýna leikni sina með þremur opera- tionum á einu sjúkrahúsinu. Varð þar ös mikil til a'ð horfa á karlinn, en eg held fáir hafi dáðst að, enda hafði hann illa aðstöðu, og aðstoð ekki eins samvana sér, eins og heima í Hópital Broca. Að minsta kosti segi eg fyrir mitt leyti, a'ð mér þótti eitthvaö tilkomumeira, a'ð sjá til hans þar, er eg kom til hans 1926, og fórst honum þá ólikt hönduglegar en nú. Hann gerði i þetta skiíti eina salpingooophorectomia, eina venjulega amputatio supravaginalis uteri, og eina Wertheims operation vegna cancer. Skurðar- stofan var lítil, en ösin svo mikil kringum skurðarhorðið, a'ð allir stóðu aðþrengdir og kófsveittir, og tæplega mun þessi sýning hafa veri'ð til holl- ustuauka fyrir vesalings skurðarsjúklingana, er í hlut áttu. En svona geng- ur það oft á meiri háttar læknaþingum. og fær maður sjaldan að frétta uni afdrif sjúklinganna eftir á. Umræðuefni fundanna voru þessi: Emholie postopérative (causes et mecanisme); resection de l’estomac; maladie de Basedow og chirurgie réparatrice de la hanche. Um þessi mál voru margir fyrirlestrar fluttir og sægur af ræöumönnum töluðu, 10—20 mínútur hver. Flestir töluðu frönsku. A undan þinginu hafði okkur verið sendir allir helstu fyrirlestrarnir prentaðir, til þess að ciga hægra með að fvlgjast með. Mest þótti mér koma til þessara ræðumanna: Matas frá New Orleans um emboliurnar, Schocinakcr frá Haag um magaresectionirnar, Bcrard frá Lyons um mh. Basedowii, og Hyhbinettc frá Stokkhólmi um coxakírúrgi. Ekki varð eg þess vís, að neitt nýtt eða óvænt kæmi fram í fvrirlestrunum eða umræðunumm, en vera má að eitthvað hafi farið frant hjá mér, því ekki hlustaöi eg á alla, né heldur skildi eg suma, sem töluðu á ítölsku og spönsku. Venjan er sú, að þeir, sent hafa gert einhverjar upp- götvanir, hafa hirt þær þegar í stað í einhverju tímaritinu, og ekki þagað yfir þeim þar til á fund kemur. — Það voru öllurn vonbrigði mikil, að Crile frá Detroit gat ekki mætt á fundinum. (Það var þá nýlega um garö gengið hið mikla brunaslys á spítala hans. sem flestir munu kunnast við af blaðafregnum). En Crile hafði lofað erindi um reynslu sina við mh. Basedowii og að segja frá hinni einkennilegu skoðun sinni á samstarfi gl. thyreoidea og capsula suprarenalis. Heldur hann, aö hin síðarnefndu líf-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.