Læknablaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ
141
Eitt af tvennu er aö gera: aö leggja hjeraöiö niöur, þó illt sje aö gera
héraðslnia læknislausa, eða l)yggja |>ar góðan læknisbústað og tryggja
jafnframt læknum í útkjálkahéruðum burtflutning i betri héruð eftir viss-
an tima, ef þeir hafa að ööru leyti sýnt sig dugandi menn.
ReykjarfjarÖarhjeraÖ er fátækt og fámennt — 446 íbúar. Þeim er ber-
sýnilega ókleyft að koma upp læknisbústað af eigin ramleik. Úr þessu
verður að bæta með mjög ríflegum styrk af landsfé, enda ætti að miða
styrkinn til bygginga á læknissetrum vfð ibúatölu hjeraöanna og jafnvel
efnahag þeirra. Hvað hitt atriöiö snertir, reglurnar fyrir veitingu embætta,
þá veröur naumast hjá því komist aö koma þeim i fast horf á einhvern
liátt, úr þeirri óreiðu sem nú er. Óklevft ætti það ekki að vera að semja
fastar reglur um þetta atriði. sanngjarnar bæði fyrir almenning og
lækna. ef viljinn er góöur bæöi hjá heilbrigðisstjórn og læknum. Ekki
mun standa á Læknafél. íslands um góða samvinnu í þessu efni, en
hinsvegar munu læknar aldrei fallast á, aö pólitik sje blandað inn i
veitingar á læknishjeruðum.
Meöan ekki tekst að ráöa fram úr þessum vandamálum væri það æski-
legt, aö læknar, sem kynnu aö sækja um Reykjarfjarðarhjerað, ráðfærðu
sig við stjórn Læknafjel. íslands. Guðw. Hanncsson.
Hérað a boðstólum.
Svo er sagt. að stjórnin hafi haft hérað eitt á boðstólum utn nokkurn
tíma undanfarið, og var það þó ekki læknislaust.
En héraðið hefir ekki gengið út til þessa, þrátt fyrir allan læknafjöld-
ann. Þó Læknafél. íslands hafi látið ]>etta mál hlutlaust, hafa læknar furid- ■
ið sjálfir. að slikt makk á bak við tjöldin var ekki að öllu drengilegt.
Það mun vera best og hollast, að halda sér við gömlu regluna, að em-
bættum sé slegið upp og öllum gefinn kostur á að sækja um þau.
Leynimakkið kann ekki góðri lukku að stýra og sæmir ekki læknum.
G. H.
Læknisbústaðarmálið í Höfðahverfishéraði.
Grein Jóh. J. Kristjánssonar, héraðslæknis, i maí-júnibl. Læknabl.. hefir
gefið nokkrum mönnum tilefni til athugasemda og andmæla. Ritstj. Lbl.
barst fyrst yfirlýsing frá fvrv. héraðslæknum Höfðhverfinga (þó ekki öll-
um, sem þar hafa dvalist) ; ennfremur athugasemdir frá hr. Birni Jóhanns-
syni. Hvorttveggja var sent hr. Jóh. J. Kristj. til umsagnar, til þess að
binda sem fyrst enda á þessar orðadeilur. Báðar ])essar greinar birtast hér
á eftir, ásamt svörum héraðslæknisins.
Loks barst grein frá hr. Iielga Stefánssyni, en ekki vanst tími til aö birta
nú svar viÖ henni. Héraðslækninum er auðvitað heimilt rúm hér i blaðinu
fyrir stutt svar við grein hr. H. Stef., en annars er lokið umræðuni um
þetta mál í Lbl, — Ritstj.