Læknablaðið - 01.09.1929, Síða 19
LÆICNABLAÐIÐ
145
cins ummerki, eins og vóru á íbuðinni, þegar l>ú fórst, t. d. var ómögúlegt a8 sjá
hvar hreingerning haf'ði verið ger'ð og hvar ekki; enn fremur vóru boruð 11 göt
víðsvegar gegnum tvöfaldar þiljur, en þó öll inn í apotckið. Eg verö að efast um
að hægt sé að rekja ástæður að þeim til heilbrigðrar skynsemi. Yfir 2 götunum
var látin hanga mynd af Maríu mey, og sumum hinna virtist hafa verið leynt á
einn og annan hátt.
Læt eg hér svo staðar numið, en margt fleira hefði cg getað sagt þér viðvíkjandi.
Hclgi Stefánsson.
Ritfregnir.
Guðm. Hannésson: Dcn islandske Sundhcdsstyrelses Aarsheretning
(Hcilbrigðisskýrslur) for 1927, 62 Sidcr, mcd 1,Samnienligning mel-
lcni Dödsaarsagernc paa Island og i Norge i Tiden 1911—192j, 21
Sidcr. Rcsuiuc paa Engclsk 5 Sider. Reykjavík 1928. Anmeldt af
R. K. Rasmusscn, Ejdc, Fœröcrnc. — (Ugeskr. f. Læger 1929).
Ársskýrslur heilbrigÖisstjórnarinnar íslensku um áriÖ 1927 voru gefnar
út þegar i árslok 1928. Fyrirkomulag sem áriÖ 1926.
Fólksfjölcli á Islandi var 103317, í árslok 1927. Dánartala allra aldurs-
flokka samanlagðra var 12,5(/f,. Af hverjum 1000 hörnum, sem fæddust
lifandi, dóu 78,8 á 1. aldursári. Þessar dánartölur eru niiklu hærri, en fyrir-
farandi ár, og orsakast það af kíghóstafaraldri.
Kíghósti og encephalitis lethargica eru helstu farsóttirnar, sem umtals-
verðar eru, árið 1927.
Kíghóstinn barst frá Danmörku 1926. Arið '27 voru alls skráðir 6645
sjúkl., og dóu 155. Veikin var þó yfirleitt frekar væg. Dóu talsvert fleiri
drengir, en stúlkubörn. Sjúkdómurinn hagaði sér að ýmsu leyti eins á ís-
landi, sem á Færeyjum: Æði margir tóku kighósta í 2. skiíti, jafnvel roskiÖ
fólk. Var'Ö þetta auðvitað til þess, að veikin náði mikilíi útbreiðslu. A Fær-
eyjum var notuð bólusetning með bóluefni úr dauðum Bordet-Gengous-
sýídum, þegar kíghóstinn gekk þar 1922—25 (Ugeskr. f. Læger 1924, '25,
'26. Bibl. f. L. 1925). Þessi bólusetning var nú reynd á Islandi. Sumir ís-
lenskir læknar sáu ekki verulegan árangur af bólusetningunni, og kemur
það væntanlega af þvi, að ekki hefir veriÖ gefinn gaumtir að, hve langur
tími var milli hólusetningar og sýkingar. E. t. v. hafa sum börn verið bólu-
sett of seint, og því árangurslaust.
Rækilega er minst á encephalitis lethargica. Skrásettir voru 17 sjúkl.,
allir, að einum undanteknmn úr sama héraðinu. Greint er frá sjúkrasög-
um 9 sjúklinga; sanna þær naumast, að hér hafi verið um enceph. letharg.
að ræða. En vera má að svo sé.
Urethritis gonorrhoica er algeng veiki á íslandi, og færist sífelt í aukana.
Árin 1926 og '27 voru skráðir, hvert ári'Ö, að meðaltali 309 sjúkl. með lek-
anda, eða 301 á 100 þús. íbúa. I Danmörku voru á sama tíma 320 á ioc
þús. íbúa. •
203 dóu úr berklum, og er berkladauðinn því niikill, og væntanléga frek-
ar að aukast. Reyndar eykst sjúklingafjöldinn tiltölulega meira. Sanit erti