Læknablaðið - 01.09.1929, Side 21
LÆKNABLAÐIÐ
147
á landi ótímabært. Þá myndi enginn maður fara á læknisfund, en allir sækja
hann til hvað lítils sem va*ri. Enginn myndi anna sltku mánaðartíma. Meðan
læknirinn væri á öðrum cnda hjeraðsins að máta gleraugu á montstelpu,
blæddi sængurkonu út á hinum enda hjeraðsins. Og væru lyfiu ókeypis, ætu
menn þau sér til óbóta! G. H.
AlþýðutrygKÍngin í Frakklandi.
A síðasta Læknaþingi var samþykt áskorun urn að koma hér á fót alþýðu-
trvggingum, líkt og gerist i nágrannalöndunum. Gat eg þess þá, að trygg-
ingarnar hefðu ekki gefist svo vel ytra eins og við var að búast. Allir reyna
að ,,hafa eitthvað upp úr“ þeint, en hvað lækna snertir, þá hafa þeir yfir-
leitt orðið illa úti, sumstaðar svo, að til vandræða horfir.
Frakkar eru nú að koma slíkum tryggingum á hjá sér; Loi sur assuran-
ces sociales frá 5. apríl 1928 á að ganga i gildi 1. jan. 1930, — þ. e. sjúk-
dóms-, öryrkja-, elli- og slysatrygging. Allur verkalýður er tryggingarskyld-
ur, nema árstekjur séu hærri en 18000 fr. -j- 2000 fr. fyrir hvert barn
innan 16 ára. — Vinnumenn eiga að borga 5% af káupi sinu, vinnuveitend-
ur jafna uppbæð, og ríkið 10%. Læknaval er frjálst, til þess að gera, gjald-
skrá fer eftir samkomulagi milli lækna og félaganna og sjúkrasjóðanna,
en 15—20% af læknishjálp og lyfjum greiða félagar sjálfir. Maður, sem
talinn er ófær til vinnu, fær engan styrk fyrstu 6 dagana. Allir samningar
og deilumál eru lögö fyrir nefndir, sem skipaðar eru fulltrúum fyrir félag-
ana, læknana og tryggingastjórnina. Öryrkjar fá 40—50% af kaupi sinu.
Ellistyrk fá menn yfir sextugt. Greftrunarstyrkur er 20% af ársíaunum.
Lög þessi hafa eflaust verið vandlega huguð, en þó mæta þau strax
i byrjun allskonar mótspyrnu. Þannig gera læknar þessar kröfur: 1) Al-
gerlega frjálst læknaval (nokkru ríflegar en lögin ákveða). 2) Að þagnar-
skyldu lækna sé á engan hátt misboðið. 3) Að allir sjúkl. séu borgunar-
skyldir. 4) Að sjúklingar liorgi sjálfir lækninum, — eftir taxta lækna-
félaganna. 5) Að læknar ráði algerlega meðferð og hver lyf séu notuð.
Kröfurnar eru fleiri, þó þeim sé slept hér, og læknar neita um samvinnu,
nema þeim sé fullnægt. Hafa þeir leitað sömu ráða og vér, og hækkað í
svip árgjald sitt, til jiess að vera viö öllu búnir.
Ekki gengur betur að semja við aðra aðilja. Verkamcnn vilja alls ckki
c/rciffa ncitt, en láta aðra liorga brúsann. Aftur hafa sveitamenn komist að
þeirri niðurstöðu, að gjöld sín til vátryggingarinnar verði of há. hærri en
nú gerist, svo þeir neita lika vendingu.
Af öllu þessu má það læra. að mál þetta er ekki auðvelt yiðureignar, og
síst fyrir lækna. Um ástandið á Þýzkalandi gefur liók Lieks: Dic Sendung
des Arztes nokkra hugmynd. G. H.
Samtaka
eru nú frakkneskit læknarnir í allri sinni afstöðu til tryggingarlaganna.
og standa sem einn maður. P. Desfosses minnist á það á þessa leið i La
]>resse médicale:
..Þann 2. júní 1929 skeði það kraftaverk, að allir frakkneskir læknar urðu
sammála um það, að styðja ckki liigin mii alþýðutryggiiujarnar og vcrnda
ineð því fornt frelsi frakkncskra lcckna.