Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 149 Útferðin og afrifurnar gera konumar taugaveiklaÖar. Ber þaÖ og við, að cancer kemur upp úr þessum sjúkdómi (prækanzerös), og er ekki síst þess vegna nauðsvn á að gefa sjúkdómnum gætur og lækna hann í tíma. Við stórar erosiones er sjálfsagt að láta smásjárrannsókn fara fram áður þessi lækningaaðferð er viðhöfð, svo ekki sé evtt tíma til ónýtis, ef ilt er í efni. ÓI. Ó. Lárusson. Hvar hafa þeir augun? í ársskýrslum 1927 kvarta 2 hjeraöslæknar yfir því að þá vanti töflur um hæð og þvngd barna og aðrar leiðbeiningar um skólaskoðun. Töflur þessar og leiðbeining um skólaskoðun fylgdi Heilbrigðisskýrsl- unni fyrir árið 1926, og auk þess átti að senda öllum skólum töflurnar, svo ekki þyrfti að flytja þær með sjer. Hvar hafa þessir læknar haft augun? G. H. Hjeraðsbækurnar. Stjórnartíðindi og Heilbrigðisskýrslur eru sendar öllum hjeraðslækn- um o. fl. Bækur þessar eiga að fylgja hjeruðunum og eru nauðsynlegar hverjum hjeraðslækni. Stjórnartíðindin eiga læknar að láta binda. Þegar læknir skilar hjeraði af sjer er honum skylt að standa skil á öllum þess- um bókum eða borga þær allar. Hvernig hirða læknar um þetta? Fund- ust ekki Heilbrigðisskýrslurnar á náðhúsinu í Grenivík? Auðvitað er þetta kvenfólkinu að kenna en ekki lækninum! Nú má Arni Helgason fara að kaupa Heilbrigðisskýrslurnar handa Jóhanni lækni, því ekki getur hann komist af með rifrildið sem fanst á nefndum stað. En fékk svo Jóhann Stjórnartiðindin, bundin og í besta lagi ? G. H. Ljósmóðurtaskan. Heilbrigðisstjórnin sendir út um land töskur til afnota handa ljósmæðr- um, og mun lyfjaverslun ríkisins annast þá afgreiðslu. Taskan hefir inni að halda þau tæki, er ljósmæður nota við starf sitt. Misbrestasamt mun vera að viðtakendur fái þessi gögn í hendur óbrotin; en slíkt má ef til vill eins um kenna póstinum, sem ])eim, er um sendinguna l)úa. Yfirgengilegt er, að nokkur brothættur hlutur skuli óbrotinn komast úr höndum póstmanna. Svo harkaleg er meðferð á bögglapósti. En annað er lakara við ljósmæðratciskurnar. Þær eru gerðar handa þeim, sem í borgum starfa. og halda á töskúnni með sér. þegar þær ganga í húsin, eða hafa þær með sér á hjóli eða í bíl. Aftur á móti eru þær alls ekki gerðar þannig, að gerlegt sé að spenna þær við hnakk, eða búa um þær á baki fylgdarmanns ljósmóðurinnar. Töskurnar eru m. ö. o. ekki gerðar við hæfi ljósmæðra í sveitum. Hefir heilbrigðisstjórnin athugað þetta? -— Lbl. á, innan skamms, von á góðum tillögtim um ])etta efni frá héraðslækni í sveitahéraði, sem her gott skyn á þessa hluti. Meiri geitur! Nýkomin er á Röntgenstofuna fullorðin stúlka með favus, úr N.-Múla- sýslu. Hefir haft sjúkdóminn frá því hún man eftir sér. — Tveir sjúkl. boðaðir úr S.-Múlasýslu. — Viðbúið er að eftirleitirnar verði drjúgar. En „geitnafjölskyJda" er mér vitanlega hvergi nú orðið, svo vel hafa héraðs-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.