Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ ii til farmiöakaupa handa 2 læknum til útlanda fram og aftur. Má það telj- ast lagleg byrjun og spá meiru. — Meö því svo aö leggja vissan hluta af árgjöldum félagsmanna í sjóöinn, (sbr. Ekknasjóö) og ef til vill halda eftir einhverjum litlum hluta útlánsvaxtanna myndi honum brátt vaxa fiskur um hrvgg og verða mörgum a'ð liði og í stærri stíl en að ofan grein- ir. Eg tala nú ekki um, ef honum auk þess bættust gjafir, áheit og lotteríis- ágóSi og ef til vill yrSi trúaS fyrir fé til' ávöxtunar frá einhverjum félags- mönnum. Þá er vonin vís. Eg minnist ekki í því sambandi á minningar- gjafir um látna kollega, þær eiga aS fara í Ekknasjóö eins og hingaö til. Enginn fengi styrk úr sjóSnum, nema að hann heföi lagt honum stofn- gjald (ioo kr.), aö sínum hluta. Stofngjaldið ókræft aftur nema ef sjóð- urinn hættir störfum. Enginn fengi minni styrk í einu en næmi fargjaldi fram og aftur til útlanda og svoi meira i einu, er sjóSurinn vex. Úthlutun styrks úr sjóSnum annaðist, eftir settum reglum, sérstök 5 manna nefnd til þess kosin á Læknaþingi og ættu sæti í henni fulltrúi fyrir héraös- lækna, kosinn af héraðslæknum, fulltrúi fyrir praktis. lækna kosinn af praktis. læknum, fulltrúi fyrir yngri lækna kosinn af yngri læknum, og sjálfkjörnir væru auk þess formaður sjóösins og formaöur L. í. Væri sá síðastnefndi formaöur nefndarinnar. Þessi nefnd auglýsti svo styrkinn og úthlutaði honum einu sinni á ári, en endurskoöun sjóösins væri í höndum löggiltra endurskoöenda, er nefndin réöi til þess starfa. Þessi sjóSstofnun og sjóðstarfsemi losar á engan hátt ríkisvaldiö undan þeirri sjálfsögöu skyldu, aö sjá héraöslæknum fyrir styrk til nauðsynlegr- ar viöhaldsmentunar, því aS sjóður þessi er jafnt fyrir alla lækna L. í. og getur um ófyrirsjáanlegan tíma ekki bætt úr þeirri miklu þörf sem héraðslæknarnir sérstaklega hafa fyrir siglingar, sökum mestrar einangr- unar og staðbindingar. Viðbárur: 1) Margir munu segja, að læknar hafi svo góöa fjárhags- afkomu, aS sjóöstofnun slik sem þessi sé óþörf. Margt þarfara megi viö peningana gera. Má vera, aS eins og enn þá er, geti margir læknar meö ráödeild og sparsemi siglt 2. til 3. hvert ár 0g einstaka oftar. En horfum fram á vi'S. Stéttin vex óðfluga, og eftir nokkur ár er, sökum læknaflóðs, sjálfsagt kominn sultur í bú hjá mörgum lækninum, sem nú kemst sæmi- lega af. Þá minka vonirnar til viShaldsmentunar, þá er of seint a'S stofna sjóS til siglinga. Þá kynni aS „hrörna þöll“ og þöll. Þá er gott að vita af sjóöi, sem sér um viShaldiö. Eg býst þó varla viö aS uú þegar finnist sá læknir innan vébanda L. f., sem slær hendi á móti þó ekki væri nema farmiði til útlanda, og sumstaSar mundi það ríöa baggamuninn. 2) Þá er annað nýmæliö „aS ávaxta sjóöinn á svipaðan hátt og spari- sjóöir ávaxta sitt fé,“ þ. e. að lána hann út gegn góSri tryggingu fyrir hærri vexti. Þetta heitir á sumra máli „aS fara að speculera meS sjóöinn" og munu þeir menn til innan stéttarinnar, sem heldur kysu aö lána hann út innan stéttarinnar eingöngu meö innlánsvöxtum og sæmilegri trygg- ingu. Eg sé nú ekki hvor speculationin er tryggari, en glögt má sjá, a'ð vaxtavonin rýrnar til mikilla muna, yrði sú leiöin farin. Þeir, sem eru móti allri „speculation" meS sjóS L. I. vilja væntanlega ávaxta hann í peninga- stofnunum ríkisins. ViS þá vil eg segja, aö sjóSurinn er hvorki gull né blóSpeningar eöa annaS slíkt svo dýrt verSmæti, aS hann þurfi endilega aö ávaxtast í opinberum ríkisfjárgróSafyrirtækjum hverra yfirstjórnendur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.