Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 36
30 LÆKNABLAÐIÐ Starf barkarvakans er auösjáanlega a'ö halda ýmsum söltum líkamans i réttu jafnvægi, þó fleira komi og til greina. Hitaveiki til lækninga. Mikið hefir verið skrifað um þýöingu hitasóttar, sem venjulega fylgir farsóttum, og hefir hún veriö ýmist skoðuö sem blessun eða bölvun. Enn er þetta mikla mál óútrætt. Þegar Wagner-Jauregg tók upp malarialækning sina við paralysis generalis var um það deilt, hvort heldur lækningin væra að þakka hita- sóttinni eða einhverju öðru. Hvort heldur sem er, þá varð þetta til þess aö dr. W. R. Whitney kom til hugar aö hita mætti sjúklingana með rafmagns- stuttbylgjum og bjó hann til áhald til þessa. Gat hann hitað menn með því svo mikið og svo lengi sem vera skyldi. Þetta var siðan reynt við paralysis gener., en þótti ekki gefast jafnvel og gamla aðferðin. Siðan hefir þessi hitalækning verið reynd við marga kvilla. Dr. C. F. Tenny (New York) segir hana hafa gefist vel við bólgur í grindarholi, arthritis, trega blóðrás í útlimum, neuritis, syfilis og gonorhoe. Þessi hitalækning er enn á tilraunastigi, svo erfitt er um að dæma. Þó má ganga aö því vísu, að þessi merkilega uppgötvun reynist nýtileg til margra hluta. (Dumaresq le Bas í Lancet 27. febr. '34). Danska læknafélagið (Almindel. Dansk Lægeforen.) sendi umburðarbréf til 2700 meðlima, um álit þeirra á abort. provocat. 2300 sendu svör. 2000 voru því fylgjandi að allir læknar ættu að láta í té leiðbeiningar um hvernig eigi að koma í veg fyrir conception, 253 voru á móti, 1383 vildu koma á fót ráðleggingarstöðvum um þessi efni fyrir almenning, 704 voru þeim andvigir. 1270 töldu socialindikation eina nægilega ástæðu til að framkalla abort. 537 vildu láta ósk móðurinnar einnar nægja en 1677 töldu hana ekki fullnægjandi ástæðu. 762 kröfðust þess að allir læknar hefðu heimild til að framkvæma aðgerðina, 1456 vildu einungis heimila hana ákveðnum sjúkrahúslæknum. — (M. med. Woch.). H. Guðm. Vagotonin gegn hypertensio. Abrami, Santenoise og Bernal skrifuðu fyrstir manna um vagotonin í mars 1933. I Presse Médicale 110. 90, 11. nóv, 1933 skrifa Santeniose, Mercklen o. fl. um vagotonin, eftir að hafa gert tilraunir með það á dýrum. Þeir halda því fram, að vagotonin sé egta hormon, sem pankreas gefi frá sér út í blóðið, og að það finnist bæði í arteríu- og venulilóði. Þeir segja, að maður verði ekki var við verkun þess, nema þar sem blóðþrýstingurinn fer upp fyrir sín eðlilegu takmörk, þá veröi maður var við e.k. stillis-verkun frá þessum nýfundna blóðvaka. Þeir halda að pancreas hafi mikil stillandi áhrif á vegetativa taugakerfið með því að gefa frá sér vagotonin. Það verkar gagnstætt (antagonistiskt) adrenalini, en seinna en það, svo að áhrifa þess gætir ekki strax ef báðum lyfjunum er dælt inn samtimis, þá kemur eingöngu adrenalin-verkunin fram fyrst, en fer síðan minkandi. Ekki er getið sérstaklega um tilraunir á sjúkling- um, en vera má að hér sé í uppsiglingu lyfið sem svo margir bíða eftir. N. D.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.