Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 13 Framhaldsmentun lækna. Þá er framhaldsnámi ísl. lækna-kandidata komiiS í sæmilegt horf, þar eöa 9—10 menn geta átt vísa ársvist á sjúkrahúsi utanlands e'Sa innau. F.n svo eru þaS héraSslæknarnir. Nú er héraölæknir búinn aö vera hálfan — til heilan tug ára einhversstaöar úti á landi; máske í afskektu héraöi, sér sjaldan collega og fær aldrei frí aö heitiö getur. Þeim, sem þekkja hve ábyrgöin, áhyggjurnar og erfiöiö, sem læknastarfinu fylgir, er mikiö, einkum í afskektu sveitunum, er þaö ljóst aö við slíkt er illunandi og hlýt- ur að vera skaölegt lækninum sjálfum og jafnvel skjólstæöingum hans. Eg er próf. G. H. sammála um þaö, aö héraðslæknar þyrftu aö fá frí í nokkra mánuði á 5—8 ára fresti og hverfa frá héruðum sínum til fræöslu og hressingar. En þá koma spurningar: Hvert á aö fara? Hvernig koma sér fyrir þannig, aö sem mest fræösla fáist án ofmikillar áreynslu, og í þriöja lagi, hvemig þessu veröi best komið fyrir1 — fjárhagslega. Guöm. Hannesson bendir á — í grein sinni: „Framhaldsmentun hér- aöslækna" í Lb. ágúst-okt. síðastl. ár, aö auöiö mundi að sjá nokkrum læknum fyrir framhaldsmentun hér heima á spítölum í Rvík og Vífils- stööum, og líst mér mjög vel á þær tillögur hans, og tel æskilegt, aö Læknafél. ísl. beiti sér fyrir framkvæmdum í því efni. Ef til slíkra fram- kvæmda kæmi, þá fækkar þeim sem til útlanda þyrftu, eða vildu fara, og yrði þá hægra um vik aö greiöa götu þeirra. Eg er eindregið þeirrar skoöunar, aö spítalavist, sem kandidat, veröi heppilegust, ef hennar er kostur, því að ganga sem gestur á sjúkrahúsdeildir, klinikar og fyrirlestra veröur altaf meira í molum, engin veruleg æfing fæst og oft erfitt að siá og heyra það sem fram fer, og þá verður maöur aö' kosta sig að öllu leyti, en sem fastur aðstoöarlæknir á spítala, er vanal. húsnæði og fæöi ókeypis. Amtsiúkrahúsin í Danmörku eru mörg og stór og yfirlæknarnir hver öörum færari í sinni grein. Vegna góövildar og áhuga ýmsra leiðandi manna innan dönsku læknastéttarinnar tel eg vafalaust, aö tvö slík kandi- datspláss fengiust handa læknum héöan. Nú mundu fæstir héraöslæknar kæra sig um að vera lengur en 6 mánuði og kæmust þá 4 að á ári. Einn velmetinn danskur yfirlæknir skrifaði mér nýlega, sagðist hann vera að vinna að því aö greiöa götu héraðslækna héöan og var vongóður um góö- an árangur, gaf liann í skvn, að eitt pláss væri þegar fengið á góðum spítala. Eg er ekki á sömu skoðun og G. H. um það aö ísl. læknirinn yröi máske nokkurskonar corp. alien. á sjúkrahúsinu, því fyrst og fremst hafa mér virst danskir kandidatar mjög elskulegir i umgengni og lausir viö þaö, að hafa tilhneigingu til aö draga dár aö útlenda kolleganum, og svo er hitt, aö eg held aö íslensku læknarnir standi hinum yfirleitt ekki mikið að baki þegar fótfestu er náð. Þaö er áreiöanlega miklu fleiri en þessir tveir, sem G. H. tilnefnir, sem vel hafa komist frá þessari raun. Boð ,,den almindelige danske lægeforening“ um aö gefa ísl. læknum ókeyp- is aögang aö framhaldsnámsskeiöum þess, álít eg mjög vinsamlegt og mikils viröi. Þegar eg vissi síðast til voru þessi námskeið haldin i des- ember, hálfan mánuö stóöu þau yfir. Nokkrir yfirlæknar (ca. 10) héldu sína 6 fyrirlestra hver og sýndu sjúklinga, miðuöu þeir fræösluna við þaö sem alm. practiserandi lækni mætti að gagni koma. Eg keypti aö-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.