Læknablaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 16
ió
Læknablaídið
been repeatedly negative. All of these have shown strong positive reac-
tions i—2 days after the injection.
This phenomenon is considered as an evidence of passively transmitted
anaphvlaxis, which in tliese cases has l)een obtained with an unusual
constancy. j
Framhaldsmentun — vidhaldsmentun.
Nýjar tillögur.
Eftir Gunnlaug Einarsson.
Einangrunin er ísl. læknanna mesta mein. Tachycardia framfaranna í
læknavísindum og hinar öru efnalDyltingar lyfjafræöinganna gera sívax-
andi öröugleika fyrir staöbundna ísl. lækna, aö fylgjast meö, svo þeir
sjálfir megi viö una.
Þessi einangrun er engin ný bóla. Hún var um eitt skeiö viöurkend af
stjórnarvöldunum, og úr henni bætt aö nokkru meö styrk til siglingar
handa 2 héraðslæknum á ári. En fyrir nokkrum árum komst líka óreiöa á
þann styrk. Eitt áriö var aöeins einum lækni veittur styrkur og næsta
ár á eftir voru þeir læknar sviknir um styrk er lofað haföi verið' og þeim
sagt að styrkurinn væri eyddur. Úr æöstu stööum fréttu þeir, aö þeir gætu
ekki oröiö styrksins aönjótandi sökum þess, aö þeir væru í Læknafélagi
íslands. Hliðstætt má teljast að útiloka þá bændur frá láni úr Kreppu-
lánasjóði, sem eru í Búnaðarfélagi íslands og er það sama firran. Síöar
hefir siglingastyrkur lækna veriö þurkaöur út af fjárlögunum og má af
þvi marka skilning Alþingis á þörfum læknanna í þessu velferöarmáli
lækna og sjúklinga þeirra, er oft eiga einu lífsvon sina undir góöri mentun
læknanna. i
Þaö má nú kannske segja, aö óþarft sé aö rifja upp svona óþægilega
liöna atburði, en þar til er því að svara, að til þess er reynslan, aö læra
af henni og er þá sérstaklega vond reynsla lærdómsrík.
Þessi atvik, sem fram hafa verið dregin sýna ljóslega, aö islenskir lækn-
ar geta ekki treyst stjórnendum landsins til þess aö sjá sér fyrir mögu-
leikum til viöhaldsmentunar. Þaö er mál, sem læknarnir verða að taka
í sínar eigin hendur. Hin fööurlega umhyggja landlæknis hefir heldur
hvergi látiö á sér bóla í þessu efni, svo að vitað sé, enn þá sem komiö er.
Og ekki virðist vera gert ráð fyrir siglinganauösyninni í nýja taxtanum.
— Það er ólíkt skemtilegri tilhugsun, aö bjargast sjálfir af, án ríkisstyrks
og vera óháður mlsmunandi ríkisvaldi, heldur en eiga alt sitt undir stjúpu-
forsjá stjórnendanna, — sé annars kostur.
Og vissulega er annars kostur.
L. í. á nokkurt fé óráðstafað í sjóöi. Ef félagsmenn L. í. bindast al-
mennum samtökum til sjóöstofnunar í framhalds eöa viöhaldsmentunar
skyni, þá er strax komið nokkuö fé, enda þótt framlag hvers félagsmanns,
stofngjaldið, væri ekki nema eitt hundraö krónur. Ef svo læknaþingið
kysi stjórn sjóösins og gæfi henni leyfi til aö ávaxta hann á svipaðan hátt
og sparisjóðir ávaxta sitt fé, þá myndu vextirnir þegar á fyrsta ári nægja