Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 3i E. Meulengracht: Behandlung von Hæmatemesis und Mælena, ohne Einschránkung der Náhrung. Klinische Wochenschrift No,. 2 1934. Höfundurinn getur þess aö framan af, hafi hann eins og flestir aörir látiö sjúklinga meS mælena og hæmatemesis svelta og því næst hafi þeir veriö settir á mjög varlengan ulcuskúr. Þegar fram liöu stundir, fór hann aö efast um aö jiessi meðferö ætti rétt á sér. Hann sá marga sjúklinga dej'ja úr blæöingu eöa afleiöingum hennar þrátt fyrir alla varasemina, en hjá öðrum hætti blæöingin fyrst og þeir hjörnuöu viö, er farið var að láta þá nærast. Auk þess rak hann sig oft á sjúklinga, er fengið höföu allmikla mælena, en alt gengiö eins og í sögu þrátt fyrir þaö að þeir heföu frá byrjun fjoröað venjulegan mat og meira aö segja haft fótavist. Telur hann þessum sjúklingum um fram alt nauðsynlegt aö fá nægilegt og fjölbreytt fæði, enda theoretiskt séð, mjög hæpiö aö sveltan styöji nokkuö að því að blæöing hætti. Fyrir 2 árum fór hann því að gefa þessum sjúklingum ríkulega nær- ingu. Strax fyrsta daginn fengu þeir „Purédiæt" og auk þess Pulv. alkal. c. Hyoscyamo 1 teskeið 2var á dag og Lact. ferros. 0,50 gr. 3var á dag. Sjúklingarnir fengu aö borða eins mikiö og matarlyst þeirra leyföi. Þegar hann nú ber saman áragur þessarar meöferðar og þeirrar gömlu, virðist svo, sem alt hafi gengið betur síöan hann tók upp þessa nýbreyttni. Mortalitet virtist lægra, en einkum var áberandi að sjúklingarnir næöu sér nú mun fyr en áöur. Fæces varð yfirleitt Benzidin negativ á styttri tíma en með gömlu meðferðinni, svo aö ekki varö séö aö ríkuleg nær- ing teföi á neinn hátt fyrir því að blæöing liætti. V. A. Pasteau: Les epididymites á staphylocoques. — (J. d’Urol. 35 —1933). Staphylck.-epididymis kemur alloft fyrir, bæöi primært og sekundært eftir gonorrhoiska infektion. Hana getur oft verið mjög erfitt aö aö- greina frá tbc. Differentialdiagnosis aðal. komin undir hvort lireytingar finnast á vas deferens, prostata og vesicul. seminal. Hnökrar og harðar infiltrationir í þessum organa benda eindregið á tlic. Finnist engin slik einkenni er sjálfsagt aö láta allar chirurgiskar aögeröir bíða fyrst um sinn. Læknar geri altof oft semicastration aö ástæðulausu, ]iví hinir óspecifiku epididymitar batni af sjálfu sér. H. Guðm. Kúaberklar. í Lancet, 4. nóv. '33, er sagt frá viðureign Englendinga viö kúaberkla, sem mikið kveöur aö þar í landi. Hún er þannig, að óðar en kýrnar sýkj- ast (kliniskt) er þeim fargað og skaðabætur borgaöar fyrir. Meö þessari aðferð hefir ekkert unnist á, því þó dýralæknir skoði dýrin 4 sinnum á ári, þá eru þau ætíð búin að smita önnur áður en þau sýkjast. Ameríku- menn rannsaka hinsvegar kýrnar meö túberkúlini, slátra þeim sem smit- aðar eru, þó ekkert sýnist aö þeim ganga, og fá sér kálfa í þeirra staö frá berklalausu heimili. Þessi aöferð hefir gefist vel en þykir dýr. Nýlega hafa svo Englendingar reynt aö prófa með túberúlin, skifta kúnum sund- ur í smitaöar og ósmitaöar og hafa hvern hóp í fjósi fyrir sig og sitt beiti- land fyrir hvorn. Einnig þetta hefir gefið góöar vonir. Þannig gengur með kýrnar og skyldi ekki ganga líkt meö mennina, að þeir séu ætíö búnir aö smita aðra áöur en einkennin finnast, jafnveí viö

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.