Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 33
LÆKN ABLAÐIÐ 2 7 Eg hefi átt bréfavi'Sskifti viö fyrv. yfirlækni minn, dr. med. Brinck Eliassen, sem eg tel hiklaust fremstan í rafmagnslækningum í Dan- mörku, og leyfi eg mér aö setja hér kafla úr bréfi frá honum. Brinck Elias- sen segir: „Eg hefi þegar notaö stuttbylgjur viö marga sjúklinga meö liöagigt, en hefi ekki getaö séö aö þaö hafi neina sérstaka kosti fram yfir diathermi. Mér er óhætt aö segja aö stuttbylgjulækningar eru enn í bernsku (i Svöbet) en munu sjálfsagt taka framförum i náinni framtíð. Þaö er unniö kappsamlega á þessu sviöi, sérstaklega í Frakklandi, og stöðugt bygö ný og ný tæki. Eg ræö yður til aö bíða ýá ár með aö fá yður tæki. Þaö er heldur ekki nóg aö hafa tækið eitt saman. Notkun þess (Elektrode- anl^ringelsen) er oft stórum erfiðleikum bundin og vandasöm“. Reykjavík, 2. mars. 1934. Félagatal L. í. Þegar Árbók L. í. hóf göngu sína 1931 var um það rætt af forgöngu- mönnunum, að eitt verkefni hennar ætti aö vera aö flytja nákvæmt fé- lagatal, nákvæmara um framhaldsnám en Læknatal Jóhanns Kristjánsson- ar 1914 og ítarlegra en Skrá yfir ísl. lækna, tannlækna og dýralækna sem heilbrigðisstjórnin birti í Lögbirtingabl. 1928, þar sem svo tveim síðari stéttunum yröi sleppt. aö svo miklu leyti sem menn úr þeim væru ekki í L. í. Sökum stutts og ófullnægjandi frests til undirbúnings varö ekki úr framkvæmdum. Arbókin fylti dálka sina næstu ár, eftir sinni fjárhags- legu getu. meö meira aökallandi efni. Máliö lá í þagnargildi, uns nú alveg nýlega, að sýnt var aö Árbókin gat staðið straum af útgáfu myndarlegs félagatals. En þá kom lika við nánari athugun i ljós, að félagatalið yröi of stórt fyrir vasabók eins og Árbókin er. Það myndi gera hana of þykka, enda enginn nauðsynlegur vasabókarfróöleikur, þótt víöa sé tekinn með í Árbók læknafélaga, eins og t. d. i Noregi, en þar er Árbókin þykk og í stóru broti, enda ætluð fyrir viðtalsstofur og stórar læknatöskur, en ekki fyrir vasa. Þessv. er nú í ráði aö gefa út félagatal L. í., sem fylgirit Árbókar L. í. 1935, sem nú er i undirbúningi undir prentun, og á aö koma fyr út, en hinar fyrri. Þaö er ætlun vor, aö félagatalið flytji mynd af hverjum fé- lagsmanni og allnákvæmt ágrip af helstu æfiatriöum hans sem læknis og þjóöfélagsl)orgara á svipaöan hátt og var i Læknatali Jóh. Kristj. (nema ítarlegar um nám erlendis) og gerist í erlendum læknatölum t. d. norskum og dönskum. Aðalmunurinn veröur sá, aö þar sem danska Lækna- talið kostar yfir 40 kr., fá félagsmenn L. í. þetta ísl. félagatal fyrir hreint ekki neitt, nema framtak og fyrirhöfn sina um að skrásetja og senda oss sin helstu æfiatriöi ásamt mynd. Því veröur ekki móti mælt aö læknastéttin islenska sé oröin svo fjöl- menn að erfitt sé fyrir einstaklinga hennar aö vitai gerla deili hver á öðr-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.