Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 18
12 LÆKNABLAÐIÐ hafa útþurkaö allan framhaldsmentunarstyrk til stéttarinnar. Þaö minnir á aS kyssa á vöndinn. Einmitt viröist þaö ekki illa tilfallið svar viö því tiltæki, þótt í smáum stil sé, af þvi hve sjóðurinn er lítill, aö taka sjóö- inn úr þeirra vörslu og reyna að „speculera“ meö hann, á svipaðann hátt og hiö opinbera speculerar meö sitt fé, til þess knúöir af áðurnefndu skiln- ingsleysi hinna háu stjórnenda á Alþingi. Til útlána gegn innlánsvöxtum nær sjóðurinn skamt miöaö viö sjálfsagöa eftirspurn og skilar litlum rent- um miðað viö víxilvexti (baktrygðir víxlar gefa jafnt og hinir), en á- hætta yrði sú sama i báðum tilfellum. Þarf ekki aö því oröum aö eyða, aö sú leið er stuttdræg og tekjurýr. Þá er loks aö athuga í þessu sambandi hvort nokkmm innan stéttar- innar, sé trúandi til að ávaxta sjóöinn á þennan hátt, svo að trygt geti talist. Þarf ekki mikilla rannsóknar við til aö komast aö raun um að margir ísl. læknar hafa verið og eru stjórnendur sparisjóöa og getiö sér engu síður gott orö á þeim vettvangi en öðrum. Má þá undarlegt heita ef úr 50 lækna hóp sem t. d. nú er í Reykjavík, mætti ekki finna 3 lækna, sem trúandi væri til aö lyfta ekki stærra hlassi misfellulaust. 3) Þá er loks efling sjóösins. Ekki munu menn gera sér háar gyllingar um „gjafir, áheit og lottaríiságóða“, enda mun best að láta verkin tala þar sjálf sem spegil stéttaráhugans. Þó efast eg ekki um, aö strax og menn sjá gagnsemi og góöan árangur starflsemi sjóösins, þá fénast honum einnig á þann hátt. En aftan í þessa liði var hnýtt þriöja nýmælinu um þaö, aö sjóðurinn tæki „ef til vill“ til ávöxtunar fé frá einhverjum fé- lagsmönnum. Þar þarf ekki að bæta nema „og öörum“, til þess aö vera kominn inn á hreina sparisjóöshugmynd og skal eg þvi ekki leyna, að í henni tel eg felast fullkomnustu lausnina á þessu vandamáli stéttarinnar, þótt ekki geri eg þaö að neinu kappsmáli þegar í stað, nerna síður sé. Annars hefi eg kynnt mér það mál og erfiðleikana við þaö og vaxa þeir síst í augum, ef almennur áhugi verður vakinn. Sem hliðstætt dæmi get eg nefnt (enda þótt i margfalt stærri stíl sé), að hér í Reykjavík var stofnaður sparisjóður fyrir 20 mánuðum siöan á þann hátt að 64 menn lögðu fram sínar 250 krónur hver og ábyrgöust aörar 250 kr. (hver). Meö 16 þús. kr. framlagi og 16 þús. kr. ábyrgö var sjóðurinn stofnaður og hefir nú eftir 20 mánuði eina miljón króna til ávöxtunar. I okkar litla (spari)sjóö gæti stofngjaldið verið framlag og mun mega ætla að margur góður félagsmaður yrði þaö snortinn af nauösyn þessa máls aö hann ábyrgðist aðrar ioq kr. fyrir sjóöinn. Þann sérstaka kost hefir þetta fyrirkomulag, að sjóöur félagsins þarf þá ekki að vera bundinn sem stofnféð, heldur yrði hann lagður þar inn til ávöxtunar og yröi þá meira „disponibel“ ef skyndileg nauösyn kallaöi aö honum til einhvers hreyf- ings. Spurningin urn algeröan sparisjóð fer alveg eftir kröfum félags- manna urn afkastið, því aö vitanlega vex sparisjóðurinn í qvotiensröð þegar hinn vex í differensröð, enda þótt allt veröi þetta í smáum stíl, sér- stakl. ef sjóðurinn nær strax góðu trausti. Fordæmið um stéttarsparisjóð er til, og því þá ekki aö reyna líka?* Er kannske Iöunnarepli læknavísindanna ekki þess viröi? * Eg hefi sýnt stjórn, L. í. framanskráðar tillögur og hefir hún góðfúslega lofað að taka þær til athugunar fyrir næsta læknaþing.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.