Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1940, Síða 9

Læknablaðið - 01.02.1940, Síða 9
LÆKNA BLAÐ IÐ 19 Hann kemur nokkurn veginn jafn- oft fyrir hjá konum og körlum. Ile- itis terminalis simplex er tíðastur á aldrinum 5 til 15 ára, en ileitis terminalis chronica aftur á rnóti á milli tvítugs og þrítugs. Ætiolocjia. Hvað orsök sjúkdóms- ins snertir má í sem fæstum orðum segja, að hún er ennþá að mestu óþekt. Menn hafa Ijeint kröftum sínum að því, að finna virus, sem valdi þessum sjúkdómi, en ekki fundið. í hinum chronisku tilfell- um, en það eru aðallega þau, sem komið hafa til aðgerða og rann- sökuð hafa verið, eru breytingarn- ar orðnar svo miklar í þarminum, að bakteríur þær, sem fúndist hafa, er miklu líklegra að séu secundær infection út frá slímhúðarsárum, en að um sé að ræða hinn upp- haflega bólguvald. Sennilegast er, að ekki sé um neinn sérstakan (specifican) virus að ræða, sem or- sök bólgunnar, heldur geti bakter- íur þær, sem í þörmunum eru að staðaldri, valdið bólgunni undir vissum kringumstæðum og sé þá bólgan aðallega bundin við lymfoid- vefinn, bæði í þarmi og eitlum. Að bólgan kemur oftast fyrir i neðsta hluta ileum, hefir sínar ana- tomisku og fysiologisku orsakir. Eins og við vitum er magainnihald- ið, ef um eðlilegar sýrur í maganum er að ræða, svo að segja sterilt. 1 þörmunum ofantil er og tiltölulega lítið af bakterium, en þær fara ört vaxandi eftir því sem neðar dreg- ur, og neðst í ileum er orðið mjög mikið af þeim. Þá er og innihald þarmanna orðið alkaliskt, frá því að vera súrt, er það kemur niður í þarmana efst. Samsvarandi því, að innihald þarmanna hreytist á þann hátt, sem um er getið, lireyt- ist og bygging þarmanna jafnhliða og þá þannig, að því meira ber á lymfoid-vef eftir því sem neðar dregur í mjógirnið og nær það há- marki neðst í ileum. Þessi lymfoid- vefur kemur fram Ijæði sem soli- tær íolliklar og eins sem Peyer’s placjues. Einn hinn stærsti af þess- um Peyer’s jdaques er neðst í ile- um, alveg niður við valvula ileocoe- calis. — Tæming mjógirnisins fer einnig fram með nokkuð sérkenni- legum hætti og er hægt að fylgj- ast með henni á röntgenmyndum. Innihaldið gengur tiltölulega greið- lega í gegnum allan efri hluta mjó- girnisins, en er neðst í ileum kem- ur, verður allmikil stöðvun á því. Það er valvula ileocoecalis, sem veldur hindruninni, og ojínast hún við og við og sleppir innihaldinu í smáskömtum niður í coecum. Neðsti hluti ileum er þannig, að þrennu leyti ólíkur mjógirninu fyr- ir ofan. Þar hefir þarmainnihald- ið lengsta viðdvöl, þar er bakteríu- innihaldið mest og þar er líka mest af lymfoidvef í þarmaveggnum. Ó- sjálfrátt dettur manni í hug, að þessi aukni lymfoidvefur hafi sitt sérstaka hlutskifti og ætlunarverk, og er það ugglaust svo. Hann vinn- ur hér sitt hlutverk gegn bakter- íum og toxinum í þarmainnihald- inu, er eins konar varnargarður gegn því. Þarf þá ekki annað en að bakteríurnar séu óvanalega skæð- ar eða þá á hinn bóginn, að mót- staða varnarkraftanna sé minkuð, til þess að bólga myndist, sem gef- ur sjúkdómseinkenni. Þótt hér sé gert ráð fyrir, að það sé hin vana- lega þarmflóra, sem valdið geti bólgunni, er þó altaf sá möguleiki fyrir hendi, að einn virus öðrum fremur hafi þann sérstaka eigin- leika, að framkalla bólgu í lymfoid- vefnum. Þessi skýring á uppruna sjúkdómsins gildir jafnt fyrir ile- itis terminalis simplex og ileitis chronica. Annars hafa komið fram rnargar

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.