Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.1941, Page 21

Læknablaðið - 01.01.1941, Page 21
LÆKNAB LAÐ IÐ 11 Mér tókst ekki að hafa samband við sjúkl. eftir það, og veit þess vegna ekki, hvort hér hefir verið að ræða um verulegan liata. Eg vil að lokum minnast eins sjúkdóms eða öllu heldur sjúkdóms- myndar, sem nefnist post-traumat- isk halesterese, og kvað geta verið allalvarlegur sjúkdómur, er getur leitt til post-traumatisk dystrofi. Þessi sjúkdómur kemur eftir trauma, t. d. fractur og lýsir sér með halesterese, eins og nafnið bendir til. Hefi eg séð eitt tilfelli eftir fractur á crus, þar sem að öll beinin í limnum sýndu halesterese. Lækningin við þessu tilfelli var immobilisation, lýsi og kalk og virt- ist þessi meðferð gefast vel. Ann- ars er therapian talin frekar erfið. Eg hefi nú minst á nokkra af þeim sjúkdómum, sem geta verið orsök til verkja í fótum. Sumum hefi eg alveg slept, en aðra hefi eg aðeins nefnt. Mér finst, að ýmsum þessara sjúkdóma sé of litill gaumur geí- inn, og er það illa farið, því að margt virðist benda í þá átt, að fæturnir, sem gera manninum kleift að ganga uppréttum, séu það ein- asta, er réttlæti það, að hann kalli sig æðri öðrum skepnum jarðar- innar. Literatur: Toldt: Anatomischer Atlas. H. Johansen: Praktiske Erfarin- ger angaaende K.B.-behandling. U. f. L. nr. 37, 1936. H. Bisgaard: Ulcus og Eczema Cruris, Phlehitidis sequele m. m. Kbh. 1939. A. P. Lund: Haandhog i Mas- sage og Sygegymnastik. Kbh. 1931. L. Wullenstein und H. Kúttner: Lehrbuch der Chirurgie, Band II. Jena 1931. Kovács: Yearhook of physical Therapy 1939. P. G. Iv. Bentzon: Ortopædiske Fodlidelse. Diagn. og Behandl. —- (Lægeforeningens Aarbog 1933). Úr erlendum læknaritum. Deilan um stjórnarbrauðið. Enska stjórnin reynir nú til þess að' drýgja hveitimjölið meS því að mala 80—85% hveitikorna í mjöl, en á'ður.voru aðeins 70% notuð í mjöl. Lendir þá mest öll hveitihvitan (alevronat-protein) í mjölinu, nokkuð af hýðinu (bran) og kímið, svo mjölið verður auð- ugra af bætiefnum, söltum, fitu og hvítu. Þá er varað við því að lileikja rnjölið. Það er talið til bóta að bæta nokkru kalki og Bx- vitam. í mjölið. Að sjálfsögðu eru þessar ráð- stafanir gerðar vegna stríðsins, en ekki eru læknar sannnála um að þær séu allskostar heppilegar. Meðal annars er bent á gömlu mótbárurnar: að slíkt hveitimjöl meltist ver og að mjöl með kíminu geymist ver. Auk þess telja sumir það ekki hættulaust að auka Ca i mjölinu. Hvernig sem þessu er fariö, verður fróðlegt að sjá ár- angurinn af þessari miklu tilraun og hvort Englendingar taka aftur upp hvíta hveitið eftir ófriðinn. (Lancet 3. ág. '40). G. H. Þrifnaður fyr og nú. Elstu menn muna þá tíð, að moldargólf voru algeng í baðstof- um hér á landi, og þau voru ekki með öllu horfirí um síðustu alda- mót. Á yfirborði moldargólfanna

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.