Læknablaðið - 01.01.1941, Side 23
LÆKNABLAÐIÐ
13
sé þaS eina örugga prófiö, aS
leggja grisjuræmu tneS lífseigurn
sýklum inn i umbúSaböggul, sem
hafSur er i miSjum hreinsunarofni
og fá úr þvi skoriS meS ræktun,
hvort þeir drepast. En þetta er
svo tafsamt, aö fæstir gera þaS.
Lancet (7. sept. '40) segir frá
nýrri aSferS. Hjá H. F. Crawford,
Colbeck Hall, High Friarstreet,
Newcastle upon Tyne, fæst pappír,
sem nota má i stað sýkla. Sé hann
hitaður upp í 450 (1130 F.) verða
miðarnir hvítir, og stendur á þeim
orðið sterilised. Við minni hita
verða þeir dökkir og orðið sést ó-
glöggt.
Ef þessu má treysta, gæti þessi
prófpappír komiS sér vel.
G. H.
Fingurmein.
Á námsárum mínum kynntist eg
lækni, sem lagSi meiri stund á
fingurmein og sjúkdóma á hönd-
um en allt ánnaS, enda er fátt þýS-
ingarmeira fyrir flesta lækna. Ný-
lega er komin út bók um hand-
lækningar á höndum: Surgery of
the Hand eftir R. M. Handfield
Jones. Edinburgh 1940. VerS 15
shill. Sennilega eiguleg bók. —
Önnur fræg bók er Kanavel: In-
fections of the Hand. G. H.
BólusetninK jregn barnaveiki.
Ungu læknarnir geta tæplega gert
sér ljósa hugmynd utn það, hver
vágestur barnaveikin var fyrir rúm-
um mannsaldri. Hún gekk þá sem
smitandi drepsótt bæ frá bæ og
þótti gott, ef hún drap ekki yfir
helming barnanna. Nú hafa menn
serum antidiphther., Schich og bólu-
setningu!
Skotar nota mikið bólusetningu
og hefir gefist hún ágætlega. í Al>-
erdeen sýktust t.d. (1935—37) 25,1
af 1000 óbólusettum börnum, en 2,6
af bólusettum. Mest áhersla er lögð
á aÖ bólusetja börn 1—5 ára. Þau
eru bólusett tvisvar með ..alurn pre-
cipitated toxoid" með mánaðarmilli-
bili. Börn 8 ára eða eldri eru bólu-
sett jirisvar með „toxoid-antitoxin-
floccules" með hálfsmánaðar milli-
bilum. Talið er, að ónæmið eftir
bólusetningu haldist að nokkru alia
æfi. (Lancet 28/12. '40). G. H.
Influenza og kvef.
Bæði Rockefeller-stofnunin og
National Inst. for Medical Research
í London hafa unnið mikjð að ]>ví
að grafast fyrir orsök inflúensu. alt
hennar háttalag og greiningu frá al-
mennu kvefi. Árangurinn af rann-
sóknunum var sá, að víða reyndist
orsökin huldusýklar (virus), af sér-
stakri tegund og mátti sýkja hreysi-
ketti (ferrets) með þeim. Orsök
kvefsins reyndist einnig huldusýkl-
ár af annari tégund. — Nú hefir
]>að komið upp úr kafinu, að infl,-
sóttnæmið er ekki ætíð sömu teg-
undar, og má gera ráð fyrir að infl.
sé dálítill flokkur skyldra sjúk-
dóma, líkt og lungnabólga, hálsbólga
o. fl. — Mun svo einnig reynast
tim kvef, eins og sýnt hefir verið
fram á i ísl. Heilbrigðisskýrslunum.
G. H.
Insulin við furunculosis
gefst oft ágætlega, og er ])á ætíð
sykur í þvagi. (Lancet 21/9 '40).
G. H.
Varicellae
fá fæstir nema eitt sinn. Enskur
læknir segir frá ])ví, að sonur hans,
13 ára, hafi fengið hlaupabólu fjór-
um sinnum. (Lancet 21/9 '40). —
Hlaupabóla smitar 4 dögum áður
en útþot brýst út og 4 daga eftir
það. — Undirbúningstími er 14—
20 d. (Lancet 14/9 '40).
G. H.
Hnakkakýli
(carbunculi) eru oft hvimleiður
kvilli með háum hita og drepi í