Læknablaðið - 01.03.1941, Qupperneq 3
LÆ K N AB LAÐ I Ð
Eyvindur Árnason
Laufásvegi 52. — Sími: 3485.
LÍKKISTUR alltai' tilbúnar af öllum gerðuni og misinun-
andi verði, hvitar, svartar og eikarmálaðar, með og án
zinkkistu. Fóðraðar og ófóðraðar. — LÍKKISTUSKRAUT.
ÚTVEGAR LEGSTEINA— SMÍÐAR ALLSK. HÚSGÖGN.
Auglýsing til læknaog lyfsala.
Þó að landið megi kallast vel birgt að lyfjum, eru siglingar lil
landsins í þeirri óvissu uin ófyrrsjáanlegan tíma, að ástæða þyk-
ir til að áminna lækna og lyfsala uin að gæta nú þegar alls sparn-
aðar og fyrirbyggju við útlát og notkun lyfja og hvers konar
Ivfjavarnings.
Fyrir lækna er sérstaklega lagt að ávisa fólki ekki óþarflega
miklu af lyfjum í einu og einkum að ráðlcggja ekki lyf þau, er
mestu varðar um, að gangi ekki lil þurrðar í landinu, svo sem
deyfilyf og specifica, nema þeirra sé brýn þörf og þá ekki í
stærri skömmtun en mmnst verður koinist af með.
Fvrir lyfsala er sérstaklega lagt að selja ekki handkaupum
meira í einu af lyfjum og lyfjavarningi en vcnjulega hefir
tíðkast.
LANDLÆKNIRINN
Reykjavík, 4. apríl 1941.
VILMUNDUR JÓNSSON.