Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1941, Side 7

Læknablaðið - 01.03.1941, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR RITSTJÓRN: JÓHANN SÆMUNDSSON, JÓN STEFFENSEN, JÚLÍUS SIGURJÓNSSON. 27. árg. Reykjavík 1941. 2. tbl. . Neuralgia femoris og pelvissjúk- dómar. Eftir Jóhann Sæmundsson. Þa'Ö á sér oft staÖ, að sjúkling- ur kernur til læknis og kvartar um verki á ákveÖnu svæði, er svarar til útbrei'Öslu einnar taugar. Við skoðun kenlur í ljós, aÖ einkenni eru stundum um neuritis, annað hvort í hreyfitaug’ eöa skynjana- taug, þ.e.a.s. ýmist eru finnanlegar vöðvarýrnanir, breytingar á reflex- um og eymsli á vöðvum, sé um hreyfitaug að ræða, eÖa þá að húð- skyn er breytt eða horfið, sé um skynjanataug að ræða. En alloft finnst ekki neitt viö skoðun. Sjúklingurinn lýsir verkj- um sínum, hvenær þeir komi helzt, hvar þeir séu o.s.frv., og af lýs- ingunni má ráða, að um sé að ræða neuralgia í einhverri ákveðinni taug. En hver er þá orsök slíkrar neuralgia eða neuritis, ef einkennin ■henda fremur í þá átt? Hvorki læknir né sjúklingur eru miklu bættari, þó að unt sé að gefa sjúkdómnum heiti, ef sjúkdómurinn er þrálátur og hvimleiður, en frum- orsök hans er ókunn. Það skal strax tekið fram, að mjög oft má gera ráð fyrir „mek- aniskum* orsökum, þegar einkenni finnast um mononeuralgia eða mononeuritis. Það er eigi ætlun mín að ræða hér um þær neuralgiæ allar, er til greina geta komið, en ég mun að- eins vekja athygli á neuralgia s. neuritis nervi femoralis í samhandi við pelvissjúkdóma, en þessi kvilli er eigi ýkja sjaldgæfur, ])ótt hann sé eigi eins tíður og ischias. í þessu sanlbandi mun ég einnig drejía á meralgia paræsthetica, sem er sjúk- dómur í nervus cutaneus femoris lateralis, eins og kunnugt er. Nervus femoralis er stærsta greinin frá plexus lumbalis og er runninn saman úr 2., 3. og 4. lum- baltaug, aftari hlutanum. Taugin liggur i fyrstu milli trefj- anna í psoas major og kemur inn úr honum neðanverðum og til hlið- ar, liggur síðan í rennu á milli musc. psoas og rnusc. iliacus undir fascia iliaca. Síðan liggur taugin niður í lærið undir ligamentum ing- vinale, en skiptist þar i tvær grein- ar, fremri og aftari. Eins og kunn- ugt er, liggur lærtaugin undir lig.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.