Læknablaðið - 01.03.1941, Síða 9
LÆKNABLAÐIÐ
19
dögum síðar fær hún kvalir ofantil
í hægra læri. MánuÖi sí'ðar er mink-
að afl í lærinu og vöðvarýrnun
greinileg.
Fimni mánuðum eftir botnlanga-
líólgukastið er hún skorin upp og
kemur þá i ljós, að appendix ligg-
ur retrocoecalt og er vaxinn fastur
i nánd við nervus femoralis. Eftir
aögerSina versna verkir i lærinu
fyrst í stað, en dvína síðan og hún
er orðin albata 10 mánuðum eftir
aðgerðina.
Schlesinger skýrir frá sjúkra-
sögu 7 ára telpu. Sjúkdómurinn
hófst með kvölum í hægra læri.
Verkir héldust, og eftir hálft ár
voru kornin greinileg einkenni um
neuritis femoralis.
Nokkru eftir að lærverkirnir
l)yrjuðu, fór að bera á verkjum í
kviSi og þrýstingseynisium á botn-
langastað, en þessi einkenni stóðu
hinum langt að baki um styrkleika.
Að lokum var appendix tekinn.
Reyndist hann óvenjul. langur og
fast gróinn retrocoecalt, bæði við
coecum og afturvegg pelvis. Eftir
aS appendix var farinn, bötnuSu
þrautirnar í lærinu mjög bráðlega.
Bæði þessi tilfelli, sem síðast var
lýst, sýna greinilega samband milli
appendicitis og neuritis n. femoral-
is. í bæSi skiptin er appendix gró-
inn fastur retrocoecalt og í bæði
skiptin batna lærverkirnir, er búiS
var að taka hann.
Enn algengari en neuritis s. neur-
algia nervi femoralis er ef til vill
meralgia paræsthetica. NafniS
meralgia paræsthetica er valið af
Roth, er lýsti sjúkdómnum árið
1895 (meros = læri). Um svipað
leyti gaf Bernhardt nákvæma lýs-
ingu á sjúkdómnum.
Þessi sjúkdómur er tengdur ner-
vus cutaneus femoris lateralis, sem
hefur upptök í 2. og 3. segment-
um lumbale, sjaldan í 1., en aldrei
í 4., að því talið er. Taugin ligg-
ur á ská gegnum musculus psoas
og síðan innan á musculus iliacus,
milli hans og fascia iliaca. Á leið
sinni niður á við liggur hægri taug-
in niður fyrir aftan ileum eða coec-
um, en sú vinstri fyrir aftan S-
romanum.
Örlitlu innan viö spina ilei anter-
ior superior liggur taugin út úr
grindarholinu, undir ligam. Poup-
arti, en liggur síðan í slíðri, sem
myndast úr tveim sinablöðum úr
fascia lata.
Hér um bil 4 cm. fyrir neðan
ligam. Pouparti fer taugin í gegn-
um ytra sinablaðið og greinist þar
í tvennt. Önnur greinin liggur beint
niður lærið og sér húðinni á utan-
verðu og framanverðu læri fyrir
skynjanataugum, jafnvel niður und-
ir hné, en hin greinin kvislast um
húðina umhverfis trochanter major
og á mjaðmarsvæðinu, og liggur
sú grein því aftar.
Ef lega þessarar taugar er athug-
uð, sést, að mjög mikil hætta get-
ur verið á, að bólgur í pelvis geti
gripið yfir á hana. Henni er jafn-
vel enn hættara en nervus femoralis.
Þar sem þessi taug er eingöngu
skynjanataug, er þess eigi að vænta,
að neinar vöðvarýrnanir sjáist, en
hins vegar getur verið um mjög
sára verki að ræða utan á læri, á
mjaðmasvæðinu og niður eftir læri
utanverðu, ef þessi taug verður fyr-
ir sýkingu.
Einkennin, sem slík sýking veld-
ur, geta verið allmismunandi: meira
eða minna sárir verkir, paræsthesiae
í ýmsum myndum, en oft analgesia
á ákveðnu svæði, er samsvarar út-
l)reiðslu taugarinnar. Verkir, ef um
þá er að ræða, koma oftast ef sjúk-
lingurinn stendur mikið eða eftir
göngur, og geta þá verið svo sárir,
að hann verði að nema staðar og
hlifa fætinum.