Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1941, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.06.1941, Blaðsíða 15
LÆK NAB LAÐ 1 Ð 57 legur skamtur at’ því sé lang- Ijesta lausnin á málinu. BlóStrans- fusio má þá gefa sem ábæti síðar, þegar hentugleikar leyfa. 'J'il skanuns tíma hefir naumast verið gefin stærri blóðtransfusio en 500 cm3, enda naumast hægt að ætlast til þess, að hver ein- stakur donor fórnaði meiru aí sinu dýrmæta blóði. Eftir að far- ið var að koma upp blóð og plasma forðabúrum, varð hægara um vik að hafa skamtinn stærri, og munu nú ílestir telja það nauðsynlegt. eí mögulegt er. Enska shock- nefndin telur, að við byrjandi shock þurfi að gefa minnst 1 liter af blóði eða plasma. Blóðmagn sjúklinga sé þá venjulega minkað um 20% eða meira og þurfi þvi að minnsta kosti 1 pott, ef comp- ensation á að nást. Við þyngra shock vill nefndin gefa 2 litra og stundum er gefið enn meira. Fyrir forgöngu N. Dutigal pró- fessors, munu bráðlega væntanleg hylki, sem geyma má í plasma á öruggan hátt. Fylgir hverju hylki útbúnaður til þess að gera trans- fusio og þarf ekki annan undir- búning en að velgja iilasma. Er gert ráð fyrir, að hér verði jafnan nokkur plasmaforði. sem grípa megi til. Eg tel þetta hina þörf- ustu ráðstöfun og þegar þetta er komið í kring, stöndum við ólíkt betur að vígi til þess að meðhöndla shock fljótt og vel. Ef eg ætti að stinga upp á ein- hverju fleiru. sem að gagni mætti koma, yrði það fyrst og fremst, að helstu sjúkrahúsin hefðu útbúnað til þess að svæfa sjúklinga með glaðlofti, þar sem önnur svæfinga- lyf eru talin shocksjúklingum mun hættulegri. Þá fyndist mér nokkurs um vert, að sjúkrahúsin hefðu góð tæki til þess að gefa sjúklingum súrefni til öndunar og þá helst enska tækið, sem fyr hefir verið nefnt. Að vísu kosta þau nokkurt fé, en ef hægt er að fá þau, á naumast að horfa i þann kostnað. Öriiiur tæki nothæf, en mun ódýr- ari, munu líka fáanleg. í t’ám orðum virðist mér aðal- atriðið í shockmeðferðinni eftir- farandi: ]. Profylaxis ef við verður kom- ið. Er þá einkum mikilsvert að fyrirbyggja eða ráða bót á de- hydration. Enska shocknefndin leggur áherslu á, aö særðir menn séu látnir drekka mikið af saltvatni. Við flutning sjúkra þarf að gæta mikillar varúðar og hlúa þarf vel að þeim, ekki aðeins meðan á flutningi stendur. heldur líka á sjúkrastofunni. Ef til aðgerðar kemur á sjúk- lingi, sem shockhætta vofir yfir, ætti hann helst að fá plasma eða blóð-transfusio fyrst. Helst ætti að svæfa þessa sjúklinga með glað- lofti. 2. Lyf eru nauöa gagnslítii viö meðferð shocks. Enska nefndin minnist ekki á annað lyf en mor- fin. Árangur af stimulantia er að minsta kosti mjög vafasamur. 3. Vegna anoxæmia er eðlileg og sjálfsögð ráðstöfun, að sjúk- lingarnir fái súrefni til innöndun- ar. Riður mjög á, að liafa hentug öndunartæki, sem ekki valda ó- þægindum, þegar til lengdar læt- ur. 4. Shocksjúklingar halda oftast engu niðri og þó að þeir kasti ekki upp því, sem þeir drekka. er resorptio af mörgum talin hæpin meðan shockið varir. Er því heppi- legt að gefa isotoniskt saltvatn inravenöst sem dropainfusio. Ilinsvegar er saltvatn ófullnægj- andi til þess að halda uppi blóð-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.