Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1942, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.02.1942, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIfl GEFIÐ ÚT AF LÆKXAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðairitstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: KRISTINN STEFÁNSSON og ÓLI P. HJALTESTED. 28. árg. Reykjavík 1941. 1. tbl. ZZZZIZ^^ZZZ Um beinkröm á íslandi. Eftir Níels Dungal. Nafnið beinkröm kemur fy.rst fyrir hjá Sveini Pálssyni1) í rit- gerð hans í Lærdómslistafélags- ritinu, þar sem hann segist gefa ensku sýkinni þetta nafn af því aö heinin „verði eins og i skepnum eftir eldinn 1783, hvar af eg hefi dregiö hiS íslenzka nafn bein- kröm“. Sveinn Pálsson segist ef- ast um, aS þessi sjúkdómur hafi nokkurntíma sést hér á landi, en frátekur þó ,,litla afkima viS sjáv- arsíSu hér og hvar“. Hann segir eftir Bjarna Pálssyni, aS þessi sjúkdómur hafi fest rætur í Vest- mannaeyjum, en nefnist ginklofi í manntalstöflum hr. biskups dr. Finnsonar'*. Hér er sýnilega um allmikinn rugling aS ræSa, því aS Sveinn Pálsson virSist álíta það beinkröm, sem Hannes Finnsson kallar ginklofa. Ginklofinn (tetan- us) var áreiSanlega til í Vest- mannaeyjum, og beinkröm hefir vafalaust veriS til þar líka, en sennilega stafar nrisskilningurinn af því, aS börnum meS beinkröm hættir til aS fá tetani og geta þeir krampar likst tetanus-krömpum. Hugmyndir Sveins Pálssonar um beinkröm eru sýnilega nokkuS ó- ljósar, þar sem liann líkir sjúk- dómnum viS breytingar, sem verSa í skepnum eftir Skaftáreldana. Þær breytingar voru aSallega fólgnar i periostalþykkni á útlimum, sem gengu undir nafninu gaddur og hinsvegar öskutönn, sem lýsti sév meS svörtum blettum á tönnum; fylgdi þessu svo mikil tannkul, aS nautgripir gátu ekki drukkiS kalt vatn. Þessar breytingar koma vel heim viS fluorosis, en líkjast eng- an veginn beinkröm. En auSséS ér af þvi, sem Sveinn Pálsson skrifar. aS hann telur sig aldrei hafa séð beinkröm hér á landi. Þessi skoSun Sveins Pálssonar hefir náS svo nrikilli útbreiSslu, aS almennt hefir veriS taliS, aS bein- kröm væri ekki til á íslandi, og virSist helzt svo sem þetta hafi átt sinn þátt í sköpun kenningarinnar um þaS, aS beinkröm ætti aSallega heima í tempraSa beltinu, en nrink- aSi eSa jafnvel hyrfi, er nær drægi miSjarSarlínu annarsvegar og heimsskautum hinsvegar. Schleisner2) telur 7 beinkramar- sjúklinga nreSal þeirra 327 sjúk- linga, sem hann skoSaSi hér sjálf- ur, en hann tekur ekki fram aldur sjúklinga sinna, svo ekki er unnt aS sjá hve mikill hluti þeirra hef-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.