Læknablaðið - 01.02.1942, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ
3
3. mynd. No. 217. 6 mánaÖa. Ekk-
crt lýsi né önnur antirachitica. Ulna
bikarmynduð af kalkresorption. Os-
sificationslina hennar JjykknuÖ, en
illa kölku'M. Sæmileg kalklína á ra-
dius, en þykkari ulnart.
hér á landi og sumar jafnvel efast
um, aö hún sé til. Þetta mun stafa
af því, aö beinkröm á hæstu stig-
um, eins og hún sést í erlendum
stórborgum, er tiltölulega sjakl-
gæf hér og getur margur læknir-
inn því starfað áruni saman án
þess aö sjá slík sjúkdómstilfelli.
Hinsvegar leynist það engum, sem
gengur um göturnar hér, að al-
gengt er að sjá eftirstöðvar af bein-
kröm, því að tiltölulega mikið sést
hér af hjólbeinóttu fólki og mikið
af illa löguðum fótleggjum.
Til að fá allan vafa tekinn af i
þessum efnum hefði verið æski-
legt að geta stuðst við vefjarann-
sóknir á beinum i svo stórum stíl,
að yfirlit fengist yfir það, hve al-
4. mynd. No. 217. Sama barn 2j4
mán. seinna, eftir að hafa fengið
ljósböö. Ossificationslínur beggja
úlnliÖsbeina dökkar og breiÖar af
mikilli kalkútfellingu.
geng beinkröm er hér á landi. Því
miöur var þetta ekki unnt, vegna
þess, hve lítiö af börnum kemur
til krufninga, svo að eins og nú
hagar til myndu líða áratugir, áður
en unnt væri að fá svo margar
rannsóknir, að hægt væri að dæma
út frá þeirn.
Eg hefi því fariö þá leiðina, sem
næstbezt var, og notað þá aðferð,
sem almennt er tekið mest mark
á til að úrskurða beinkröm, en það
er með því að taka röntgenmyndir
af beinunum. Jafnframt var hvert
barn skoðað kliniskt og tekið fram
hvort nokkur beinkramareinkenni
væru finnanleg með því móti. Enn-
frernur var getið um, hvort barnið
hefði fengið nokkra sérstaka bein-
kramarlækningu, lýsi, ljósböð,
Vigantol eða önnur D-fjörvis-sam-
bönd.