Læknablaðið - 01.02.1942, Blaðsíða 23
LÆ K NA B LAÐIÐ
13
Læknanámskeið
Frá því stríðiö hófst, má heita,
aö utanfarir starfandi lækna hafi
stöðvast meö öllu. Hinsvegar hafa
nokkrir ung'ir læknar komizt heim
frá framhaldsnámi og fáeinir
kandidatar komizt til Handaríkj-
anna til námsdvalar.
Mér er ekki grunlaust um, aö
nokkru fyrir stríö, hafi verið kom-
inn afturkippur í siglingar hér-
aðslækna og almennra embættis-
lausra lækna, þótt eg hafi ekki
handl)ærar tölur því til sönnunar.
Læknar mættu gjarnan hugleiða
þetta mál og orsakir þess, með
sjálfum sér, e. t. v. skrifa Lækna-
blaðinu að hvaða niðurstöðu þeir
komast.
Vonandi er þessi grunur minn
ekki á rökum þyggður, en hitt er
víst, að eins og sakir standa, er
loku skotið fyrir það, að læknar
geti farið utan til námsdvalar, e. t.
v. með einstökum undantekning-
um. Einnig er það vaíasamt, að
utanfarir lækna verði almennar i
náinni framtíð, þó æskilegt væri.
Mér hefir því dottið í hug (og
sjálfsagt hefir mörgum dottið
svipað í hug áður) hvort ekki
væri til nokkurra úrbóta, að reynt
yrði að koma á læknanámskeiðum
í Reykjavík, árlega eða annað-
hvert ár, þar sem sérfróðir læknar
héldu fyrirlestra, hver úr sínum
greinum, um ýms hagnýt efni eða
nýjungar, sem þeim eru kunnar.
Slík læknanámskeið tíðkast víða
erlendis, svo sem kunnugt er. Eg
hafði tækifæri til að sækja eitt af
þessum námskeiðum i Kaup-
mannahöfn og komu þangað lækn-
ar frá ýmsum stöðum í Danmörku
og á öllum aldri. Þeir settust meö
ánægju og áhuga upp á nýtt á
skólabekkinn, með vasabækur sín-
ar og krotuðu óspart í þær, enda
voru fyrirlestrarnir rnargir hinir
fróðlegustu.
Þarna voru fluttir fyrirlestrar
um skurðlækningar, lyflækningar,
barnasjúkdóma. taugasjúkcíóma,
tannsjúkdóma, fæðingarhjálp, húð-
sjúkdóma o. fl. Flestir fyrirlesar-
arnir voru yfirlæknar eða háskóla-
kennarar úr K.höfn.
í Reykjavik er nú orðið svo vel
áskipað af sérfróðum mönnum, á
ýmsum sviðum læknisfræðinnar,
að enginn hörgull ætti að vera á
kennslukröftum.
Tilhögun námskeiðanna gæti
veriö eitthvað á þessa leið:
Fyrir námskeiðunum stæðu
stjórnir L. I. og L. R. og Lækna-
deild Háskólans eða þá nefnd skip-
uð af þessum aðilum. Námskeiðin
væru haldin i sambandi við Lækna-
þingiö. á undan því eða eftir, þ. e.
fyrri part sumars og stæðu t. d.
i 12—14 daga.
Námskeiðin væru fyrst og fremst
ætluð héraðslæknum og almenn-
um læknum, en að sjálfsögðu ætti
öllum læknum að vera heimil
þátttaka.
Fyrirlestrarnir gætu t. d. verið
á eftirmiðdögum eða á kvöldin, en
á morgnana gætu læknar utan af
landi dreift sér á sjúkrahúsin og
séð þá vinnu, sem þar fer frarn, á
hinurn ýmsu deildum eða rann-
sóknastofum.
Efnisskrá námskeiðanna þyrfti
að kunngera læknum, bréflega eða
í Læknablaðinu, a. m. 'k. með mán-
aðar fyrirvara.
Hér er aðeins gerð mjög lausleg
uppástunga uni tilhögunina, sem
vitanlega þyrfti ekki alltaf að vera
hin sama.
Enginn má skilja þetta svo, að