Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1942, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.02.1942, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 9 brjóskiS kalkar. Það er því varla við slíkum þykkildum aö búast fyrr en eitthvaS reynir meira á beiniö, þ. e. í fyrsta lagi, þegar barniö fer aö skríöa. Þá má búast viö því á úlnliðum og hnjám og geta þessar breytingar þá oröiö svo áberandi, aö hnúöar mvndist sitt hvoru megin viö liöamótin, svo aö þau taki sig út eins og tvöfald- ir liðir. Þetta gátum viö samt ald- rei fundiö og viröist þaö sérkenna beinkröm hér á landi, hve litiö ber á slíkum breytingum. Heildarniöurstööurnar af klin- isku rannsóknunum eru þær. aö beinkramarbreytinga á ungbörn- um sé hér umfram allt aö leita á höföi og brjóstkassa, þar sem þær eru svo algengar, aö undantekn- ing er aö finna þær ekki á ööru misseri barna, sem enga beinkram- arlækningu hat'a fengið. Rcntgenskoðunin var fyrst framkvæmd þannig, aö myndnr voru teknar af hægri úlnlið og vinstra hné á hverju barni. En smá :tt og smátt sanníærðumst við um, hve mikils virði var aö hafa mynd at" öklaliðnum lika og varð það til þess. aö í öllum vafatilflel- um tókum viö mynd af öklaliðn- um auk hinna tveggja. Til þess aö geta skilið Röntgen- myndirnar, er nauðsvnlegt aö hafa Ijósa hugmynd um, hvað það er, sem gerist við beinmyndunina: Epifysubrjóskið vex i reglulegum súlum á móti frauðmerg beinsins. og ef allt er meö feldu. ráöast mergæöarnar í beinni línu inn í brjóskfrumurnar og breyta þeim í bein. Hjá beinkramarsjúklingum gerist þetta ekki í beinni línu. held- ur verður brjósklagiö þykkara. beinmyndunarlinan skökk, skörð- ótt og alla vega afbökuö og brjósk- eyjar geta myndast í beininu og beineyjar i brjóskinu, en ókalkað- ur osteoidvefur hleöst upp í staö- inn fyrir beinvef og þeir beinkjálk- ar, sem myndast, hafa ósteoid- sauma utan um sig, og eru því miklu kalkminni en þeir eiga aö vera. Auk þess myndast iöulega periostalþykkildi af bandvef og osteoidvef utan á beininu, eins og áður er sagt, þótt þau verði hér sajldnast svo mikil, að þau veröi sýnileg með berum augum eða á- þreifanleg. Allar þessar breytingar má Iesa út úr Röntgenmyndinni. A heil- brigt vaxandi úlnliö sést greinileg bjálkateikning í spongiosa beins- ins og bein, mjó kalklína þar sem epifysisbrjóskið kalkar og breyt- ist í bein. Epiíysis er sjálf ekkert breikkuð eöa þykknuð og kjarn- arnir í úlnliðsbeinunum myndast á réttum tíma. Viö beinkrömina sjást tilsvar- andi breytingar á Röntgenmynd- inni (sbr. Wimberger5) og Lind- blonr0).) Epifysis-kalklínan sést illa eða ógreinilega. Hún þáettir aö vera bein, en verður ýmist skörö- ótt eöa skökk og ef mikil brögð veröa aö beinkröminni sést engin kalklína. en í þess stað aðeins breitt band af ókölkuðunr vef, sem svarar til brjósklagsins, sem hleöst upp. Loks breikkar epifysisendinn og veröur bikarmyndaður, þannig að geil verður upp i diafysis. Þessu fylgja svo tilsvárandi breyt- ingar í spongiosa beinsins, sem teiknast óskarpt eða alls ekki á Röntgenmyndinni af kalkjeysi og síðar sjást iðulega beygjur á dia- fysis beinsins. Einkum er algengt aö sjá slikar beygjur á fótleggj- unum. Á ungbörnum ber langmest á þeim á fibula, sem oft er mjög kalklítil og viröist auðveldlega bogna undan hendinni, sem heldur um barnsfótinn, svo að dálkurinn svignar inn að sköflungnum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.