Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1942, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.02.1942, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ ] i urstöðurnar ekki sérlega glæsileg- ar: HeildarniSurstaöan 77% með beinkröm, á aldrinum 3 mán.—2ja ára, og er þaö mun hærra en Kat- rín Thoroddsen fann á sínum tima. Meira að segja sýnir klin- iska rannsóknin ein mun meiri beinkröm en Katrín Thoroddsen fann, enda tók hún þaS fram í rit- gerð sinni, að tölur sínar væri frek- ar of lágar en of háar. Full ástæða er til að greina á milli barnanna frá Likn og Land- spítalanum, eins og töflurnar sýna. Beinkrömin er mun minna út- breidd í börnunum frá Líkn, og geta ýmsar ástæður legið til þess: 1) Þessi börn voru skoðuð fyrst af okkur, og höfðum við þá minni æfingu í að þekkja beinkrömina, kliniskt. Þetta kemur fram í til- tölulega miklu hærri tölu fyrir röntgendiagnosis heldur en klin- iskri diagnosis. 2) Börnin frá Líkn höfðu verið undir læknishendi skemur eða lengur og 3) voru börnin frá Líkn eldri, og því eðli- legt, að beinkramar yrði ekki eins mikið vart í þeim. Mæðurnar voru ávallt spurðar að því, hvort barnið hefði fengið lýsi eða ljósböð, og yfirlit yfir út- breiðslu beinkramarinnar með til- liti til þessara atriða fer hér á eft- ir (Tafla 7). Tafla 7. Börn, sem fengið hafa lýsi: Beinkröm -þ Bötnuð 99 41 12 Ekki beinkröm (eða bötnuð) 34% Börn, sem hafa fengið ljósböð oftar en 7 sinnum: Beinkröm -(- -t- Bötnuð 15 18 6 Ekki beinkröm (eða bötnuð) 62% i Börn, sem hafa ekkert fengið: Beinkröm + -=- Bötnuð 44 4 o Ekki beinkröm (eða bötnuð) 8% Þetta yfirlit sýnir, að börnin, sem ljósböð hafa fengið, sleppa bezt við beinkrömina, en að svo má segja, að hvert einasta barn, sem hvorki fær lýsi né ljósböð (né heldur önnur jafngild meðul) fær beinkröm. Fallegustu beinin, sem við sáum, en þau voru því miður sárafá, með sterkum, beinum kalklinum og skýrum beinkjálkum, voru flestöll af börnum, sem höfðu fengið ljós- böð um lengri tíma. Ef þau bein hefðu verið lögð til grundvallar, sem heilbrigð bein, og öll, sem lakari voru, talin sýkt, þá mætti svo heita, að hvert einasta barn, sem rannsakað var, væri bein- kramarsjúkt, með örfáum undan- tekningum. En hvernig sem á málið er litið, og það má lengi deila um það, hvað ber að skoða sem „norm“, þá er svo mikið vist, að beinkröm er algeng hér á börnúrn á 1. og 2. ári, þótt sjaldgæft sé að sjá sjúkdóm- inn á mjög háu stigi. Ennfremur, að lýsisgjöf, sem er mjög almenn, svo að langsamlega mestur hluti barnanna, sem skoðuð voru, fékk það, er ekki nægilegt til að koma i veg fyrir beinkröm á börnum. Ef til vill stafar þetta af því, að börn- unum er gefið of lítið lýsi. Fjöld- inn af börnunum, sem var y2—1 árs, fékk ekki nema 1 teskeið af lýsi á dag. Nú er talið, að ætla þurfi bein- kramarsjúku barni 1500 D-fjörv- iseiningar á dag. í íslenzku þorska- lýsi eru 150—-250 einingar pr. gr., og mun að meðaltali mega reikna með að þorskalýsi það, sem hér er

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.