Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1942, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.02.1942, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 15 að mestu horfiö úr blóöi eftir 48 stundir. Eiturverkana er ekki get- iö. Væri gerö kviörista á hundum, holiö sýkt og jafnframt dreyft inn sulfanylamid, liföu þeir hundar lengur en hinir, sem ekkert sulfan- ylamid fengu, þótt flestir dræpist aö lokum. 62 sjúklingar, sem höföu líf- himnuígeröir, eöa gjörðar höföu verið á þarmaresektionir og anasto- mosur fengu sulfanylamid intra- peritonealt, en 29 þeirra fengu auk þess sulfanylamid í æð eöa inn- tökur. Af hinum síðarnefndu fengu 9 gulu, en enginn hinna. Lifrarbreytingar virtust vera orsök gulunnar. Sjaldan voru gefin meir en 5 gröm inn í holið, en í sumum til- fellum var sulfanylamid gefið í saltvatns suspension. Blóökonsentration komst aö meöaltali upp í 10 mg.% en í ein- stökum tilfellum í 16 til 18 mg.%. 3 sjúklinganna viröast hafa dáið. Höfundar telja aö verulegt gagn sé aö þessari lyfjagjöf. Sjá H. S. Jackson and F. A. Coller, J. A. M. Ass. No. 3, 17. jan. 1942, bls. 194. Kr. St. Sulfamidlyf og sárameðferð. Vafalaust hafa horfur batnað mikiö, eftir að fariö var aö nota sulfamidlyf í óhrein sár, hvort sem þau orsökuðust af slysum eða hernaðaraðgeröum. I Frakklandi hefir í þessu skyni mest verið not- aö efni, sem kallað er 1162 F (en þaö mun vera sama efni og venju- lega gengur undir nafninu sulfan- ylamid). Oftast eru notuð 10—15 gr. af lyfinu, ýmist sem duft eöa bacilli eöa í upplausn, eftir því sem bezt hentar. Ef sárin eru mörg og stór má gefa mun meira af efn- inu. 1162 F síast svo hægt inn í blóðið, aö lítil hætta er á eitrunar- einkennum. Ef gefin eru 20—30 gr. eða þaðan af meira, er þó taliö ráð- legt að mæla sulfamidmagnið í blóöi sjúklinganna. Þar aö auki fá sjúklingarnir nokkuð af 1162 F pr. os., nema aö mikiö finnist af því í blóöi þeirra. Lítið kvað hafa borið á eiturverkunum. Sumir sjúklingar kvörtuðu þó um slen og höfuöverk, sem kenna mátti lyfinu. 1162 F hefir veriö reynt í allskonar sár: vöövasár, liðasár, holundsár (lungu, lifur, peritone- um og pleura) og heilundir, og er ekki getið skaðlegra áhrifa á vef- ina. Kostirnir við aö nota sulfamid í sárin viröast auðsæir. Ef lyfið er tekiö inn finnst naumast meira af því í blóöi og vessúm en 10—15 mg.%. Sé ríflegur skammtur af því látinn i sár, má finná mörg hundruð mg.% í sárunum og getur þaö haldizt í allt að því tvo sólar- hringa, en fæstar sóttkveikjur geta dafnað í sliku umhverfi. Þrátt fyrir þetta má læknirinn ekki leggja hnífinn á hilluna. Verö- ur aö fægja sárin á venjulegan hátt, eftir því sem viö verður kom- ið og fylla þau síðan meö 1162 F og þarf það helzt aö komast út í hvern krók og kima sáranna. Þessi aöferð hefir einnig reynzt vel viö phlegmona emphysematosa. Af 69 sjúklingum meö gangrénes gazenses dóu aöeins 12. Albert Mouchet et Alain Mouch- et: La Chirurgir en 1941, Paris, Mechical Nos. 26—37, 10 setembre 1941. V. A. Misnotkun sulfamidlyfja. F. W. Taylor varar viö ofnotk- un sulfamidlyfja i sár. Lyf þessi séu ekki eins meinlaus og af sé látið. Þau geti valdið bólgu eða

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.