Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1943, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.11.1943, Blaðsíða 10
68 LÆK NA BLAÐIÐ ekki fyrr en útbrota varð vart á þeim. í Rvík var geröur saman- buröur á 17 börnum, sem veikst höfðu þrátt fyrir serumgjöf og 49 börnum sem fengu mislinga án þess aö hafa fengiö serum. Börn sem fengu serum . 2,3 3.6 39,2 Börn sem ekki fengu serum 5,0 8.5 40,0 Af börnunum sem ekki fengu serum, veiktust 5 af lungnabólgu. eitt af otitis media suppur. og eitt l)arn var lengi slæmt i augum og eyrum á eftir. Ekki varö neinna aukakvilla vart meðal þeirra barna sem fengu serum. Getur komið til má'a að nata serum therapeut.’skt? Yfirleitt mun vera taliö litiö gágn aö mislinga- serum í lækningaskyni. En þar sem áhrifin eru jafn eindregin eins og hér hefir veriö sýnt fram á, til aö verja menn gegn mislingum. og það jafnvel þótt nokuö sé crðlð áliðiö meðgöngutímans, viröist svo, sem þaö væri alls ekki frá- gangssök aö reyna aö nota slíkt serum therapeutiskt. Ýmsir lækn- ar hafa tjáð mér að þeim haíi sýnst góður árangur af serumgjöf, jafn- vel þótt börnin hafi verið búin aö taka mislingakvefið. þykjast viss- ir unt að mislingarnir hafi orðiö mun vægari fyrir serumgjöfina. Þannig sagöi t. d. læknir við lítinn barnaskóla hér. aö hann heföi gefið nokkurum hluta barnanna serum á seinni hluta meögöngu- tímans og mörgum með byrjandi mislingakvef og var hann sann- færður um aö börnin sem fengu serum hefðu sloppið miklu léttar út úr veikinni.. Sumir læknar halda að takast megi að koma i veg. fyr- ir mislingana þótt ekki sé gefið serum fyrr en á 8—9 degi með- göngutímans, en ekki þori ég aö laka undir þaö. Sennilega er erf- itt aö koma i vég fyrir aö sóttin brjótist út eftir að 4—5 dagar meðgöngutímans eru liðnir. I einu tilfelli reyndi ég að gefa sjúklingi serum therapeutiskt. Það var 3ja ára drengur, sem ekki haföi fengið neitt serum og veiktist um nótt með allmiklum hita. Um morguninn kom ég til hans og var hann þá þrútinn í andliti, með yf- ir 39 stiga hita, allþungt haldinn. Kopliks blettir voru greinilegir í munni. Af því aö mér virtist sótt- in fara allgeist af stað gaf ég hon- um 40 ccm af serum undir húö. Barniö kveinkaöi sér allmikið und- an serum,,kúlunni“ á maganum og var aumt allan daginn, og nóttina eftir hafði það 40 stiga hita og var mikið veikt. Morguninn eftir var drengurinn hitalaus og for- eldrarnir vildu ekki trúa því aö þetta hefðu verið mislingar. Ég sagöi þeim aö þau skyldu bíða og sjá til, því að þetta væru áreiðan- lega mislingar og barnið myndi sennilega fá útbrot. Eftir 4 daga steyptist drengurinn út i óvenjú- lega miklum mislingaútbrotum og fékk um leið hitavellu í tvo daga, en var lítiö lasinn með, svo að erf- itt var að halda honum í rúminu. Sennilega hefir serum i þessu til- felli haft mikil áhrif til bóta á líöan sjúklingsins og það þótt hann hafi ekki fengið það fyrr en eftir að hann veiktist. Niðurstöður. Rekonvalescent- serum kemur að miklu gagni gegn mislingum, aðallega með tvennu móti: Annarsvegar til að verja menn sóttinni, svo að þeir fái hana alls ekki, hinsvegar til að draga

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.