Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1943, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.11.1943, Blaðsíða 14
72 LÆKNAÉLAÐIÐ köflum, má fyrsti grunur læknisins styrkjast svo aö úr veröi vissa. Læknirinn finnur viö þuklun, aö kviöurinn er útþaninn en enginn vöövasamdráttur eða harka í vööv- um (ventre de bois) ; þaö einkenni sem er áberandi og mikiö mark á takandi viö sprungin maga- eöa skeifugarnasár, er hér yfirleitt ekki fyrir hendi. Við mikla blóörás í kviöarhol finnst deyfa neöan til 'i kviönum. Við rannsókn um leg- gang finnst lítiö eða ekkert, ef utanlegsþykktin er fárra daga. Þegar frá líður finnst leghálsinn linur og legið stækkaö. Sár verkur ef reynt er aö hreyfa þaö til, og kvala- eöa kveisuverkur niöur í fossa Douglasi og eyntsli þar. Til hliöar viö legið finnst stundum fyrirferöaraukning eða deigkennd mótstaða. Viö stóra bresti í leg- pípunni tæmist hún alveg, finnst ekki, þó fossandi blóörás sé inn í kviöarhol. Meö langri holnál niá gera ástungu í fossa Douglasi. Kemur þá blóö úr kviönum i sprautuna, og þarf þá frekar ekki vitnanna viö. Við gerum ráö fyrir aö læknirinn hafi greint sjúkdóminn rétt og lífsháskann, sem honum fylgir. Hvernig verður þessu bjargaö viö? Með því eins og svo oft að bíða, fela náttúrunni völdin „utn es am Ende gejhen zu lassen, wjie es Gott gefállt", eins og Goethe seg ir um læknana í Faust? Nei, sá sem það gerir hefur engan friö vegna vondrar samvizku. A dög- utn Goethes gátu læknarnir ekki bjargaö þessu við. Lawson Tait (1885) færði sönnur á aö aöalor- sök innri blóörásar hjá konum væri að finna í brostinni utanlegs- þykkt. Áöur brast þekking og tækni, en nú er það fyrir hendi. Þessu á og má læknirinn bjarga viö meö hnifsaögerö, kvjöristu neðan nafla í miölínu, undirbind- ing æða, brottnámi meinsins, brostnu legpípunnar, sem blóörás- in stendur úr. Eigi er árennilegt aö leggja konuna undir hnifinn i þessu ástandi, en þess er aö vænta aö fárviðrinu sloti. aö hún ranki viö sér í bili meö örfandi lyfjum, meöan ráð eru framkvæmd henni til björgunar. Um 80—85% eru taldar deyja meö því aö biöa og skjóta aögerð á frest. I kaupstöðum og allsstaöar þar sem sjúkrahús eru á næstu grösum, íer læknirinn með sjúkl. á sjúkra- hús, þegar hún hefir jafnað sig eft- ir shock þaö, sem blóörás í lífhol var samfara. Getur þar og fengist fyllri vissa til staðfestingar sjúk- dómnum, og ýtir þaö undir snögg handbrögð skurðlæknanna. í sveit- um þyrfti læknirinn jafnan aö vera undir svona fárviðri búinn, og hann má ekki bíða lengur en þarf til að undirbúa hnífsaögerö, ná sér í og sjóöa verkfærin, hafa til umbúö- ir og nauösynlega aöstoö við verk- ið. Sé þess enginn kostur, aö gera björgunartilraun á konunni í hejmahúsum, má takast ef hættu- minna þykir aö koma sjúkl. á ná- læg sjúkrahús en vel kemur sér aö hafa flugvélar handa þessum og þvílíkum sjúklingum. Oft gegn- ir furðu, hve sumar konur þola aö missa mikið blóð. og hve þær geta veriö fljótar aö ná sér eftir slik áföll. Enginn skyldi leggja mikla á- herzlu á aö þurrka upp allt þaö Irlóð sem i kviðarholi er eða láta það tefja sig til muna. Það sog- ast upp í líkamann og nýtist þar. Þegar konan er komin af skuröar- borði þarf aö hressa hana viö meö öllu móti. blóðgjöf, saltvatni. drúfusykri o. fl. Eg hef haft 6 konur á aldrinum 20—30 ára með þenna sjúkdóm

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.