Læknablaðið - 15.11.1943, Blaðsíða 8
66
LÆKNABLAÐIÐ
Auk þess fengust upplýsingar um
64 börn í Reykjavik í sambandi
við skýrslusöfnun um kíghósta-
bólusetningu (sjá 3. tbl. Lbl. 1943)
og ennfremur eru taldir 7 sem ég
dældi sjálfur serum i.
Frá Akureyri hefi ég fengiö upp-
lýsingar um 112 manns, sem ser-
um var dælt í og hefir frk. Asta
Björnsdóttir, hjúkrunarkona, góö-
fúslega safnað þessum upplýsing-
um. Þar sá héraöslæknirinn um
serumgjafir allra og skráöi hjá
sér, svo að unnt var að sat'na
nauösynlegum skýrslum. Þaö var
af þessurn ástæðum meira samræmi
í skömmtuninni en hér í Rvik, þar
sem skömmtunin var í höndum
margra og því meiri munur á. sem
eölilegt er.
Serumskammtur. \iö ráölöggö-
um aö gefa misstóra skammta eft-
ir aldri, og miöa viö að börnin
fengju 1 ccm fyrir hvert aldurs-
ár, en þó aldrei minna en 2 ccm.
Þar sem serum var látiö út i
5 ccm og 20 ccm skömmtum hafa
læknar i Rvík iðulega notað 5 cc
i ungbörn, þar sem ekki var nema
eitt barn á heimilinu, en annars
mun þeiri reglu nokkurnveginn
hafa veriö fylgt, aö nota t ccm
fyrir hvert aldursár, upp í 20 ccm
fyrir fulloröiö fólk.
Árangur. Alls hafa fengist upp-
lýsingar um 203, sem fengið liafa
mislingaserum. Af þeim voru 112
á Akureyri, en 91 í Reykjavík. Al'
þessum 203
veiktust 61 eöa 30%
— ekki 142 eða 70%
Nánari upplýsingar eru fyrir
hendi um 45 af þeim 61 sem veikt
ust. Af 45 veiktust:
16 innan 10 daga frá dælingu,
15 frá 10—30 dögum eftir dælingu
3 milli 30.. og 50. dags eftir dæl.
11 eftir að 50 dagar voru liðnir frá
dælingu.
Þeir sem veiktust innan 10 daga
frá dælingu liafa allir veriö smit-
aöir þegar dælt var í þá. Nokkrir
veiktust strax daginn eftir dæl-
inguna og hefir serum sýnilega
ekki getað komiö í veg fyrir að
veikin brytist út, þegar svo seint
er dælt, enda ekki viö aö liúast.
Talið liefir verið, að serum gæti
varið fyrir mislingum, ef því er
dælt fyrstu daga meðgöngutimans.
cg sennilegt aö -það geti komið aö
haldi allt að 5 dögum eftir smitun.
Með þvi að telja sér í flokki þá
sem veikjast innan 10 daga frá
dælingu, er gerö tilraun til aö
tina úr þá, sem smitaðir hafa ver-
ið við dælinguna og veikin búin aö
ná þaö föstum tökum, aö hún varð
ekki stöðvuö. En þótt veikin veröi
ekki stöövuð getur enginn efi á
þvi leikið, að ef serum er dælt á
meðgöngutímanum getur þaö tafið
fyrir aö veikin brjótist út. þótt
það megni ekki aö koma í veg
fyrir hana. Ljóst dæmi þess var
maður, sem kom til mín 20/4 og
bað mig að gefa sér serum, af því
að hann þyrfti aö fara noröur í
land og mætti ekki veikjast á leiö-
inni, en heföi fyrir fimm dögum
verið meö manni, sem nú væri
búinn að fá mislingaútbrot. Eftir
að hafa dælt 20 ccm i hann sagði
ég honum aö koma til mín dag-
inn áöur en' hann færi norður.
Hann kom á niunda degi frá því
að ég dældi í hann (14 dögum eft-
ir infektion) og var þá alheill, en
seinna skrifaði hann mér og sagð-
ist hafa fengið mjög létta mislinga
14 dögum eftir dælinguna (19
dögum eftir infektion) og verið
lasin með lítinn hita, en greinileg
útbrot í tvo daga.
Vafalaust má því teljast, aö
töluvert af þeim, sem veikjast 10
—30 dögum eftir dælingu hafi ver-
iö smitaðir er i þá var dælt, en að