Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1943, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.11.1943, Blaðsíða 17
LÆKNAB LAÐIÐ 75 svo vel aS hafa bréfin til hliösjón- ar, því langar tilvitnanir i þau tækju of mikið rúm i Læknablaö- inu, en ég' hefi hinsvegar enga löngun til að slita setningar úr nánu sambandi þeirra. Sömuleiðis verð ég að láta nægja aS vísa neSanmáls í heimildarrit þau, sem ég vitna í til stuSnings því, sem ég skrifa um þetta. V. J. gefur fyrra bréfi sínu fyrir- sögnina: „Urn saurlifnað í Reykja- vík og stúlkubörn á glapstigum." ÞaS skal virt honum til vorkunnar, er hann velur þetta orð, „saurlifn- aS“, aS þau orS, senr á íslenzku eru látin tákna „prostitution" (skækju-, hóru-, vændiskvenna-, pútu- og saurlifnaSur) eru orðin nokkuS gömul í málinu og hafa því fengiS ókvæSismerkingu. Þau geta því ekki talizt hejtpileg sem fræSi- orð ; til þess hefir merking þeirra litazt um of af siSgæðishugmvnd- um þjóSarinnar. Ég mun í þessari grein nota orS- ið „blíöusala" yfir „prostitution", þó ég sé ekki allskostar ánægöur meö þaS orS. I fyrstu málsgrein bréfsins segir V. J. Islendinga hafa til skannns tima stært sig af þvi, aS hér á landi væri ekki eða lítiS stunduS blíSusala. HvaS sem því líSur, hvort ástæSa sé til fyrir þjóS að miklazt af eSa hlygðast sín fyrir blíöusölu, þá væri fróSlegt aS fá að heyra um þaS frá V.J., hvaSan hann hefir þetta. Ég segi fyrir mig, að í allri þeirri drýldni. sem ég hefi orSið var hjá okkur íslendingum, um kosti þessarar þjóSar, hefi ég aldrei heyrt eða séð af þessu gort- aS og hefSi þó áreiSanlega lagt hlustir við sliku. Ég g-et aftur á móti fullyrt, aS blíðusala var til hér í Reykjavik fyrir stríS og einn- ig er mér kunnugt uin blíöusölu ísl. kvenna í Kaupmannahöfn fyrir þann tíma. Um magn hennar hér er bæSi mér og öSrum ókunnugt. ÞaS er órannsakaö mál. Þarf eng- an aö undra þaS, þótt hér sé og hafi veriö blíSusala. Þetta er æva- fornt og alþjóölegt fyrirbrigði. sem jafnvel kemur íyrir hjá rnjög frumstæSum þjóSum. Fæ ég ekki skiliö hvernig öðru vísi ætti aS vera hér á Islandi í þessum efnum, þar sem allar þær orsakir, sem fræSimenn telja að liggi til hlíðu- sölu, gæti einnig verið til staðar hér. Enda þótt fornrit Islendinga séu ekki sérstaklega rík aö heimildum um kynferöismál forfeöra og -mæðra okkar, þá finnst þó innan um ýmislegt, sem getur gefiö bend- ingar uni sitthvaö i þeim málum. Nægir hér aS benda á tvennt í sambandi við blíöusölu. SkavphéS- inn Njálsson nefnir Hallgeröi lang- brók útigangspútu* í visu, sem bendir til þess, aö hann eða sögtt- ritarinn hafi þekkt hugtakiS. I Hávamálum segir svo : „Fagrt skal mæla ok fé bjóöa, sás vill fljóös ást fáa. .. .“. Fyrst í næstu málsgrein gengur V. J. inn á aö bliöusala hafi verið fyrir í landinu, en aukizt og komið berar í Ijós viS tilkomu setuliðsins. Hvorttveggja ræSur hann af skýrslu lögreglunnar í Reykjavik og byggir bréf sitt og tillögur á ,,athugunum“ hennar. Nú er þaö hvcrttveggja, aö ekki er kunnugt * Útigangspúta svarar líklega til þess, sem nú er nefnt götu- skækja; fr. putain. í stað orösins meretricium notuSu Rómverjar oft i daglegu tali oröiö putagium, sem Dufour telur ranglega ættfært at' Scalliger til ástarorösins putus, heldur sé það dregiS af örSinu puteus = lind, uppspretta, sem öll- um er frjálst aö drekka úr.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.