Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1943, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.11.1943, Blaðsíða 13
LÆKNAB LAÐIÐ 7i hefur stundum skolliö á upp úr slikum rannsóknum, ef harkalega er að fariS. A fingri eöa fingrum sem fariö er meö til rannsóknar i leggang, sést dökkleitt blóSiS, oft ódaunn af því, en allt ber heim viS þaS, sem sjúkl. hefur greint frá í þessu efni, og sýnir þaS, aS þaS er eitt af því fáa sem konan hefur veitt eftirtekt. Leiði læknisrannsókn i eSa ut- an sjúkrahúss i ljós, aö um utan- legsþykkt á byrjunarstigi sé aS ræöa. ber þegar aö gera kviöristu og nema legpípuna meö þykktinni burt, áöur en hún er brostin, áSur en konan hefur lent í lífsháskan- um, sem annars er yfirvofandi innan skamms á hverri stundu. Þar senr læknar eru og sjúkrahús, : g reyndar hvar sem er meö nú- verandi þekkingu lækna, er þessi hnífsaögerð hættulítil og auöveld samanboriö viö þaö sem síöar 1>?r aö höndum, en verSur þó án tafar aö gera. Nánar um þaö síöar. Skiptir hér mestu máli aö greina frá þá sjúkdóma. sem ekki á, eöa ekki er ráðlegt aö skera t. d. pyos- alpings, gonorrh. salpings, en hin- um sem hnífsaögerðar þurfa meS t. d. torquer. ovariucystur, botn- langa o. fl. gerir skuröurinn full skil. Utanlegsþykkt jafnt á byrjun- arstigi sem síöar, ber aö skoöa sem illkynjaöa meinsemd, nema hana burt í tæka tiö — því fyrr því betra. Til allra óheilla leita konurnar eigi ávallt læknisráöa meðan logniö er. Læknirinn veit því á stundum ekkert, fyrr en hann er sóttur í dauðans ofboöi til sjúkl.. þegar allt er komiö í lífsháska. Fylgikvilli utanlegsþykktar er í ])ví fólginn, aö legpípan bresti eöa fóstriö losni, og lendir þaö þá tíðast inn um legpípuopiö i lifholið. Þessu óeöli aö fóstrið hefur lent þarna, sem kemur af þrengslum eöa öörum sjúkleik í eggjapíp- unni, reynir náttúran sjálf aö bæta úr meö því, aö gera konuna aö fórnarlambi — ef mannshöndin kemur ekki til bjargar. HörS og óvægin getur móöir náttúra stund- um veriö. Hefst nú blóðrás i kvið- arhol, mei'rí eöa minni og blæöir konunni stundum inn á fáum stund- nm, en tíöast nær hún sér aftur eftir yfirliö og ógnar vanliðan. Þegar læknirinn kemur til sjúkl. er öngvit nýafstaöið, eöa hún er í þvi. Hafi blóörás veriö aö marki er hún náföl, andardráttur stuttur, slímhimnufölvi. Köldum svita slær út um hana. kólnar upp á útlimum. Svimi, suöa fyrir eyrum. Hún íinnur að dagarnir eru aö veröa taldir og hrópar á hjálp. Æöin er iitil, óteljandi, en annars ef hún finnst mjög tíð 140—160 og litil. Sótthiti er ýmist enginn eða þá lítill. Læknirinn er í engum vafa um lífshættuna, þvi hann sér aö kon- an er að blóörenna og blæðir inn. en algengasta orsök þeirra b'.óö- láta á konum á kynþroskaaldri er utanlegsþykktin, því aö fylgikvilla hennar, eggjapípubrest og fóstur- losuninni er samfara blóörás í líf- hol eins og drepiö hefur veriS á hér að framan. C3ft er erfitt eða ógerlegt aö fá sjúkrasögu meöan á þessum ó- sköpum stendur og verSur aö biða í þeirri von aS sjúkl. ranki betur viö sér. Aöstandendur vita næsta lítiö um einkamál sjúkl. af þessu tagi og því lítiö á þeim aö græöa. Gefi konan upplýsingar um seink- un tíða, eöa fyrrafall á þeim, meö óreglulegum l)lóömissi upp úr þvi um nokkurt skeiö, dökkan blóð- korg eða blóðvilsu niöur og sam- dráttarverkir því samfara meö

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.