Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1943, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.11.1943, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐlt) 77 Þetta er ráölegging landlæknis til ríkisstjórnarinnar. Hafi land- læknir borið þetta undir lögfræö- ing áöur en hann geröi tillögur sín- ar og lögfræöingurinn gefiö þessu meðhald, þá sannar það einungis þaö,að lagamenn greinir á um þetta atriði. Ég hefi leitað til eins af merkustu lögfræðingum landsins og beöið hann um aö athuga þetta fyrir mig. Hefir hann nú góðfús- lega leyft mér að hafa þaö eftir sér, að hann álíti það ekki hafa stoð í íslenzkum lögum, að „inter- nera" konu fyrir það eitt, að hún stundar bliðusölu sem atvinnu. Mun hann og ekki vera einn lög- fræðinga um þá skoöun. En þrátt fyrir það, þótt þetta hefði má t gera eftir lagabókstafnum, er vafa- mál hvort rétt hefði verið aö beita þeim lögum, eöa a. m. k. hvort heppilegt hafi verið að landlæknir réði til þess og það af þeim ástæð- um, sem nú skal greina: I fyrsta lagi má líta á blíöusölu sem atvinnugrein og gerir V. J. það sjálfur á öðrum s:að. Hefir þaö hingað til þótt viðurhlutamik- ið að torvelda atvinnu manna. I öðru lagi má nefna það, að hér er um aö ræða sjálfræðissviftingu t’ullveöja borgara og flutning þeirra í einskonar fangabúðir. í þriöja lagi er framkvæmd gæzlu slíkra kvenna mjög eríið, án þess að beita hörku, en ekki ræður landlæknir til aö svo sé að t'arið (sbr. einnig húsganginn: ,,Hægra er aö passa hundrað flær á höröu skinni. en píkur tvær á palli inni“). í fjórða lagi mundi þetta veröa kostnaðarsamt fyrir bæjarfélag og ríki og vart verjandi aö ráðast í það nema í von um góðan ár- angur. I fimmta lagi væri árangur af þessu fyrirfram meir en vafasamur, því íljótlega myndu vændiskonur taka upp aðra atvinnu um stund- arsakir .og torveldar það mjög framkvæmdina og leiðir. I sjiitta lagi til þess að breyta blíðusölunni í prostitutio „clandes- tina“, sem fjestir álíta enn verri viðfangs en þá opinberu. Það skal loks tekið fram, aö það er skoðun margra nýrri tíma rann- sóknarmanna og kyneðlisfræöinga. að því fari svo fjarri að blíðusala spilli almennu siðferði nokkurrar þjóðar, að hún, hversu mótsagna- kennt (paradoxalt) sem það kann að hljóma, stuðli blátt áfram að bættu almennu siðferði og minni almennri lausung í kynferðismál- um. Styðja þeir mál sitt með þvi, að blíðusalan safni til sín ófull- nægðri kynorku ókvæntra korl- manna og afbrigðilegum ásta ífs- tilhneigingum kvæntra og létti þannig þessari eftirspurn og freist- ingum af meyjum og matrónum heimilanna. Láta þessir menn sögu blíðusölunnar sér að kenniugu ve:ða, ráða ekki til að henni sé út- rýmt eða að reynt sé að útrýma henni. því að það hafi ekki reynzt fært, heldur leggja til aö reynt sé að bæta hana, hefja hana upp úr því syaði og sóöaska]), sem henni hættir til að lenda i. Vex þessari skoðun ört fylgi á síðari tímum, einkum í Bandaríkjum N.-Amer- íku, en það yrði of langt að fara út í það hér og er raunar annað mál. En svo langt ganga sumir þessara manna, að þeir hika ekki við að fullvrða, að varasamt sé að leggja of miklar hindranir á leið blíðusölunnar, þvi, aö segja að hún megi hvergi vera, sé það sama og að segja henni að vera alls- staðar. Þessir menn myndu því heldur kjósa „vettlingatök“ en valdboð. Þá birtir V. J. annað bréf sitt,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.