Læknablaðið - 15.11.1943, Blaðsíða 20
7&
læknablaðib
dags. 29. sept. s. á. Er fyrirsögn
þess allmiklu mildari en fyrra
bréfsins.
I 6. töluliö þessa bréfs lýsir V.
J. því, sem hann nefnir „læknisaf-
stöSu“ til bliSusölunnar eSa laus-
lætismálanna í heild, og segir: ,.Þá
er litiS á vandann eins og hættu-
legan sjúkdóm eöa skæöan farald-
ur, sem ástæöa sé til aS Ireita sótt-
vörnum gegn.“ Þetta álít ég aö fái
engan veginn staöizt, sé rangt. Þaö
er ekki hægt aö líta á lauslæti eöa
blíöusölu sem „hættulegan sjúk-
dóm eöa skæöan fara!dur“, vegna
þess, aö hvorugt er þaö. Þess vegna
veröur heldur ekki beitt sóttvörn-
um til þess að foröast þetta „á-
stand“ eða bægja því frá. Þess
vegna veröur heldur ekki tekin
læknisafstaöa til þessa vandamáls.
Þetta er „social-bio-pathologiskt"
fyrirbrigði og er aúövitaö hverjum
manni heimilt að taka afstöðu til
þess eftir skoöunum sinum á þjóð-
félagsmálum yfirleitt og þekkingu
sinni á þessu máli sérstaklega,
læknum' jafnt sem öðrum, en lækn-
isafstaöa til málsins eins og V. J.
setur hana fram í andstöðu viö
þaö, sem hann kallar „dómaraaf-
stööu", er óhugsandi. Hann getur
kannske nefnt þessa afstööu sina
„landlæknisafstöðu". ef hann vill,
en ekki gert læknastéttina ábirga
fyrir henni. A. m. k. trúi ég því
ekki að óreynd’u, að læknar skrifi
undir slikt að athuguðu máli.
Nú er það alkunnugt, aö ýrnsir
sjúkdómar sigla í kjölfar blíðu-
sölu og lauslætis og ber þar hæst
svonefnda samræðissjúkdóma og
berklaveiki. 'l'il þessara sjúkdóma
og útbreiöslu þeirra hafa læknar
fyrir löngu tekið afstöðu og er sú
afstaða því réttnefnd læknisaf-
staða. En sú afstaða er vitanlega
til þessara sjúkdóma, en ekki blíðu-
sölunnar eða lauslætisins sem þjóð-
félagsvandamáls.
Síðast í þessari málsgrein segir
syo : „í samtalinu reyndi ég lítillega
að gera skiljanlega læknisafstöð-
una til málsins sem afstöðu íslend-
inga. en ef til vill með hæpnum
heimildum." Ég rengi þetta ekki
og skil það vel. En ef honum þóttu
hæpnar heimildirnar fyrir því, aö
þetta væri afstaða Islendinga til
málsins, hversu miklu hæpnara
var þá ekki þetta hugarfóstur hans.
„læknisafstaðan" sjálf?
Það skal ekki dregið í efa, að
V. J. hafi gengið gott eitt ti! að rita
þessi hréf, viljað „reformera" eða
gera sitt til að bæta ástandið, en
einhvern veginn hefir þetta komið
flatt upp á hann og virðist hann
ekki hafa haft nægan undirbúning
til þess að gaumgæfa tillögur sínar
í þessu máli. Þykir mér það leið-
inlegt, allra vegna, að hann skyldi
fara að nefna þessa „læknisaf-
stöðu" við ljúfmannlega foringj-
ann, jafn hönduglega og honum
virðist hafa tekizt sumstaðar að
halda íslenzka málstaðnum fram.
En var ekki islenzki málstaðurinn,
þjóðernisháskinn, svo öruggur og
góður, að hann einn nægði til þess
að skýra vandann, sem þjóðin öll
er stödd i um þessar mundir?
Það voru einkum þessi atriði í
bréfum V. J., sem við koma lög-
ráða vændiskonum og at'stöðu hans
til þeirra, er ég tel fræðilega ranga.
sem ég vildi ekki láta vera ómót-
mælt af hálfu íslenzkra lækna, sér-
staklega vegna þess, að hann gerir
tilraun til þess að fá erlenda menn
og islenzk stjórnarvöld til að trúa
því. að þetta sé íslenzk læknisaf-
staða til þessara mála.
Ég get verið Ijréfahöf. sammála
um þær tillögur, sem hann gerir
í to. tölulið síðara bréfsins og álít