Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 16
42 LÆKNABLAÐIÐ verðu og vandræÖi síÖustu ára vegna skorts á sjúkrahúsplássum og vöntunar á aðstoðarfólki. SigurÖur SigurÖsson rakti sögu Ijygginga fyrir berklaveikt fólk og þá rýrnun, sem á síÖustu árum liefði orðið á þeim húsakosti og lýsti þvi öngþveiti, sem þau mál væru nú komin í. Páll Kolka talaði um sjúkrahús- málin úti á landi. Vildi hann láta Læknafélagið gera drög að tillög- um um skipulag sjúkrahúsanna i landinu. Valtýr Albertsson Iýsti vandræð- um vegna sjúkrahússkorts hér í hænum. Björn Sigurðsson vildi láta setja nefnd í fnálið (miíliþinganefnd), sem undirhyggi Jjetta mál og læknis- héraðaskijjunafmálið fyrir næsta aðalfund. Næstur tók til máls Guðmundur Karl Pétursson. Deildi hann nokk- uð á stjórn félagsins fyrir aðgerð- arleysi i undirbúningi mála og studdi tillögu Björns um skipun milliþinganefndar. Þá stakk hann upp á því, að erindi þau, er ílytja ætti á læknaþingum væri send lækn- um til athugunar fyrir aðalfundinn. Hann minntist og nokkuð á sjúkra- húsmál Akureyrar sérstaklega og lýsti örðugleikum á meÖíerS og við- töku geðveikra norður ]jar. Næstur talaði Ófeigur Ófeigsson og minntist á þörf fyrir sérstakar rannsóknardeildir í samljandi við spitala, deildir, sem ekki væri ann- að unnið á en ambulant rannsóknir. Svohljóðandi tillaga var Iiorin fram í málinu af Birni Sigurðssyni og \'altý Albertssyni: ..Aðalfundur L. í. 1944 ályktar að kjósa 5 manna nefnd til að rann- saka ástandið í sjúkrahúsmálum landsins og gera rökstuddar og ýt- arlegar tillögur um þau. Nefndin athugi ennfremur skipun læknishér- aða í landinu og verði stjórninni til aðstoðar í því efni. Nefndin skili stjórn L. I. álits- gerð fyrir I. apríl 1945, svo að læknum gefist kostur á að kynn- ast henni fyrir næsta aðaltund L. í.“ \’ar tillaga þessi samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Kosnir voru í nefndina: Helgi Tómasson, Sigurður Sigurðsson, Guðm. Karl Pétursson. Páll Sig- urðsson og Guðmundur ’l'horodil- sen. Næsta mál á dagskrá var hji'tkr- unarmáHð, og var frú Sigríður Ei- ríksdóttir frummælandi í þvi. Rakti hún nokkuð sögu hjúkrunarmál- anna hér. lýsti ýmsum vandamálum stéttarinnar, einkum skortinum á lærðum hjúkrunarkonum, vanhöld- um á þeim sem fyrir eru og erfið- leikum á því að íjölga hjúkrunar- konum, sem rekja mætti hæði til þess, að treglega gengi að fá stúlk- ur til þess að læra til starfsins og hins, að skólinn væri allt of lítill. Hét hún á lækna til liðveizlu í þessu máli. Erindi frúarinnar var Jiakkað með lófataki. Til máls um erindið tóku Guð- mundur Karl Pétursson og Páll Kolka. Magnús Pétursson bar fram þessa tillögu í rnálinu: „Aðalfundur L. í. telur mjög brýna nauðsyn bera til þess. að reist- ur sé hið allra fyrsta hjúkrunar- kvennaskóli. og skorar á Alþingi að veita nægilegt fé i þvi skyni. þar sem allar líkur eru til að sum sjúkra- hús og sjúkrahúsdeildir verði að loka vegna hj úkrunarkvennaskorts.“ Tillagan var samþykkt í einu l.djóði. Þvi næst var ákveðið að fresta fundi til næsta dags kl. 3. Um kveldið komu læknar saman

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.