Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 18
44 LÆICNABLAÐIÐ andi tal um lækningar stéttarbræðra sinna, nema við lækna eina, en eink- um þó i viðurvist 'sjúklinga og vandamanna þeirra. Ef ástæður þykja til aðfinnslu út af lækning- um stéttarbróður (t. d. misnotkun deyfilyfja og annað lækningastarf líklegt til að vinna mein, brot gegn ákvæðum 2. gr. o. s. frv.) ber að snúa sér til stjórnar L. í. 2. gr. Enginn læknir má viðhafa gyll- ingar á sér eða sinni lækningastarf- Semi i auglýsingum, blaðagreinum, ritgerðum, fyrirlestrum, útvarpser- indum, viðtölum, vottorðum né öðru í ])ví skyni að sýna yfirburði sína yfir aðra lækna. Viðtöl, fyrirlestr- ar, útvarpserindi og ritgerðir í blöð- um eða tímaritum um læknisfræði- leg efni skulu orðuð ])annig, að þau beri engan blæ af persónulegu skrumi. Þakkarávör]) og því um líkt skulu læknar forðast eftir megni. Ekki mega þeir gefa loforð um undralækningar né gefa í skyn að þeir þekki 1)4 eða læknisaðgerðir, sem öðrum læknum séu ekki kunn- ar. Ekki mega þeir heldur nota ó- nauðsynlegar og dýrar lækningaað- ferðir, sem ætla mætti að væru fremur gerðar lækninum til hags- muna en sjúklingum hans. 3- Sr- Læknar skulu engan þátt taka i áskorunum frá almenningi við- víkjandi veitingu embætta eða því, að læknar setjist að í ákveðnum stað, hvort sem þeir sjálfir eiga hlut að máli eða aðrir. Nú verður læknir þess var, að slíkar áskoran- ir séu i undirbúning, og skal hann þá, sé um hann sjálfan að ræða, beita áhrifum sínum til þess, að slikt verði látið niður falla. 4- gr- Ef læknir er sóttur til sjúklings, sem er undir hendi annars læknis eða hefir ákveðinn heimilislækni, ])á skal hann aðeins gera það, sem brýn nauðsyn krefur, og ekki má hann vitja þess sjúklings aftur í sama sjúkdómi, nema sjúklingur- inn eða vandamenn hans óski þess, enda tilkvnni þeir það lækni þeim. er áður stundaði hann, og sömu- Ieiðis skal læknir sá, sem þannig tekur við stundún sjúklings, sjálfur tilkynna það lækni þeim, er áður stundaði hann. 5- gr- Xú telur læknir nauðsynlegt, að sérfræðingur skoði sjúkling, og skal þá sérfræðingurinn, að rannsókn lokinni, gefa lækni þeim, er sjúk- linginn sendi, skýrslu um hana. Þurfi sjúklingurinn sérfræöings- meÖferðar. skal hann skýra lækni sjúklingsins frá því, og vísa honum þangað aftur, að lokinni meðferð. Ef sjúklingurinn er stundaður á sjúkrahúsi, skal lækni sjúklingsins send skýrsla um rann- sóknir. sjúkdómsgreiningu og með- ferð. Einnig um framhalds-með- ferð, ef hennar er þörf. 6. gr. Ef sjúklingur, vandamenn hans eða læknir óska að annar læknir sé sóttur til ])ess að vera i ráðum með þeim lækni, sent sjúklinginn stund- ar. ])á skulu læknarnir, að rannsókn lokinni, bera ráð sín saman. Sá læknirinn, sem sjúklinginn hefir stundað, fyrirskipar síðan það, sent læknarnir hafa orðið ásáttir um.Geti þeir ekki orðið á eitt sáttir, skal hvor um sig í viðurvist hins skýra sjúklingnum eða vandamönnum hans frá skoðunum sínum, og velja þeir ])á um. hvor læknirinn skuli framvegis stunda sjúklinginn. Ef sá læknir. sent stundað hefir sjúk- linginn kemur ekki til viðtals við hinn á tilsettum tíma, þá skal hann,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.