Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 22
4<S LÆ KNABLAÐIÐ nánar kunnugt um en getið er í nréfinu. AleÖ því að svo langt er liÖiÖ síÖan hréfið barst og ekki virðist sem svipað tilfelli hafi síðan koni- ið fyrir, sér nefndin ekki ástæðu til þess, að stjórn L. I. og þvi siÖ- ur aðalfundur L. 1. fari að gefa út neina sérstaka áminningu til með- lima félagsins um þessi málefni." Umræður urðu nokkrar um ]>etta mál og tóku þátt í þeim þessir: Guðmundur Karl Péturs- son, Magnús Pétursson, sem las upp hréf Iandlæknis, en það hafði ekki áður komið fram á fundinum, Arni Arnason, Björn Sigurðsson. Páll Kolka og Árni Pétursson. Komu þeir Guðmundur Karl Pétursson og Magnús Pétursson fram með tillögu um að senda læknum eftirrit af hréfi landlækn- is með viðeigandi ummælum og var sú tillaga samþykkt með öllum gr. atkv. Loks skilaði áliti nefndin i samn- ingamálum 'sjúkrasamlaga og hér- aðslækna og var framsögumaður hennar I’áll Kolka. Nefndarálitið var svohljóðandi: ..Tillögur til samninga milli hér- aðslækna og sjúkrasamlaga. 1. Samið sé um ákveðið gjald á hvert númer samlagsmanna á mán- uði hverjum: þ. e. alla þá, sem skyldir eru að vera i sjúkrasam- lögum lögum samkvæmt. Gjaldið greiðist lækni hvort sem samlags- niaður hefir innt af hendi gjald- skyldu við samlagið eða ekki. 2. Gjald á hvern samlagsmeðlim sé kr. i.oo —• ein króna ■— á mán- uði, að viðhættu io aura gjaldi á mánuði fyrir hvern skylduómaga á framfæri hans/ Við ])etta gjald bætist lögskyldar upphætur (grunn- kaupsviðauki og vísitala). 3. Fyrir ]>etta gjald á meðlimur heimtingu á venjulegri læknis- hjálp, er læknir veitir á viðtals- stofu sinni eða heima hjá sjúklingi á timabilinu frá kl. 8—20 virka daga. Undanskilið er ])ó fæðingar- hjálp, meiri háttar- og mestu að- gerðir, skv. þeirri flokkun, sem höfð er i gjaldskrá héraðslækna. Ennfremur fái læknar greiðslu fyr- ir lyf og umhúðir, sem venja er að læknar leggi ekki til sjálfir. 4. Fyrir næturvinnu og helgi- dagavinnu fái læknir aukagreiðslu skv. taxta héraðslækna. Fæðingar- hjálp, meiri háttar og mestu að- gerðir greiðist sérstaklega. Tíma- kaup á ferðalögum greiðist og skv. þeim taxta. 3. Lyf greiðist skv. gildandi gjaldskrá. 6. Tilslakanir frá ])essari gjald- skrá má læknir gera gegn sérstök- um fríðindum, en fá skal hann tii þess samþykki stjórnar Lf. ísl." í umræðum um þetta mál tóku þátt þessir menn: Magnús Péturs- son, Eggert Briem Einarsson og Ragnar Á,sgeirsson. Samþykkt var að vísa málinu til stjórnar félagsins. Fundarritari áminnti ræðumenn þingsins um að skila „referötum" sem fyrst; Funda.rstjóra og fundarritara var falið að ganga frá gerðahók síðaf. Þinginu var ■ svo slitið kl. 7.50 e. h. Afgreiðsla og innheimta LæknablaSsins er i Félagsprentsmiðjunni h.f.. Reykjavík. Sími 1640. Pósthólf 570. Félagsprentsmiðjan h.f. Arni Árnason.... fundarstjóri. Árni Pétursson fundarritari

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.