Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 17
LÆK NAB LAÐ I Ð 43 með konur sínar til maniifagnaðar í veizlusölum Oddfellowhússins. Skemmtu menn sér lengi nætur við ræðuhöld, söng, dans og hljó'ðfæra- slátt. Fór hófið mjög vel frant. Stjórnaði formaður félagsins þvi. Fundur var aftur settur næsta dag, sunnúdaginn 27. ágúst, en með þvi að menn af eðlilegum ástæðum mættu nokkuð dræmt, varð ekki af setningu hans fyrr en kl. 3.40. Yar þá tekið fyrir málið: Codex ethicus. atkvæðagreiðsla. Páll Sigurðsson fylgdi málinu úr hlaði með nokkrum orðum: Hann gat ]ress að 1938 hefðu verið sam- þykkt ný lög fyrir L. í. og í sam- handi við ]jau hef'ði verið nauðsyn- legt, að nokkrar bráðahirgðahreyt- ingar yrðu gerðar á codex ethicus. A þeim fundi hefði svo veri'ð kosin nefnd til þess að semja nýjan cod. eth. í þessa nefnd hlutu kosningu: Magnús Pétursson, Sigurður Sig- urðsson, Kristinn Björnsson, \ral- týr Álbertsson og Þórður Edilons- son. Nefndin samdi frumvarp að codex ethicus, sem lagt var fyrir aðalfund L. í. 1939. A þeim fundi var kosin sérstök nefnd til ])ess að atlmga frumvarjíið. Nefnd sú kom fram með nokkrar smávægilegar hreytingartillögur við það. A fund- inum var siðan samþykkt að visa því til stjórnar L. 1., með tilmælum um að hún sendi það út til félags- manna og leitaði umsagnar þeirra um ])að. Stjórn L. í. lét síðan fjöl- rita gamla cod. éthicus me'ð hráða- birgðabreytingunum frá 1938 og frumvarp að codex ethicus, sem milliþinganefndin hafði samið. Hvorttveggja var svo sent út til fé- lagsmanna. Bárust svör frá nokkr- um læknum. Upp úr þessu samdi svo stjórn L. í. nýtt codex ethicus-frumvarp. sem var lagt fyrir aðalfund 1942. A þeitíi fundi var enn kosin nefnd til ])ess að athuga þetta codex ethi- cus-frumvarp. 1 nefnd þessa voru kosnir þeir : Sigurjón Jónsson, Jó- hann Sæmundsson og Valtýr Al- hertsson. Nefnd ])essi har fram all- margar orðalagsbreytinga- og nokkrar efnisbreytingatillögur við frumvarpið, en sökum þess hve aðal- fundur L. í. 1942 var fámennur og hversu langt var liðið á fundar- tíma, er tillögurnar komu fram, var ekki talið rétt að ganga frá codex ethicus á þeim fundi: þess í sta'Ö var frumvarpinu ásamt breytingar- tillögunum vísað til stjórnarinnar til athugunar. Þetta hefir nú stjórn- in gert. og telur hún flestar tillög- urnar til hóta og getur fyrir sitt leyti fallizt á þær. Hún hefir láti'ð fella ])ær inn í frumvarpið. Síð- an var frumvarpið fjölritað og hef- ir ])vi verið úthýtt hér á fundinum. Til samanburðar hefir verið úthýtt gamla codex ethicus með hráða- hirgðabreytingunum frá 1938. Til máls tóku þessir læknar : Pál! Ivolka, Guðmundur Karl Pétursson og Árni Pétursson. sem har fram tillögu um viðhótarákvæði við síð- ustu grein cod. ethic., sem yrði sið- asta málsgrein hans. Var frumvarp- ið síðan horið undir atkvæði fund- armanna og samþykkt með sam- hljóða atkvæðum þeirra með nokkr- um or'ðabreytingum og viðhót Árna Péturssonar. Codex ethicus, eins og hann nú hefir verið afgreiddur og samþykkt- ur á aðalfundi L. í. 1944. er á þessa leið: „CODEX ETHICUS L. í. Reglur ])essar eru settar af L. í. og samþykktar á aðalfundi ])ess. Gilda þær fyrir alla meðlimi félags- ins. 1. gr. Læknum er ósæmilegt allt niðr-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.