Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1945, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.08.1945, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ allergiskt asthma er að ræða, endo- geíit allergen, sem í ílestum tilfell- um þýðir samá og infektiöst asthma, þar sem sjúklingurinn er orðinn hypersensitiv fyrir sinum eigin bakteríum, hvort heldur þær eru í afholum nefsins, þar sem næst liggur að leita þeirra, eða annari króniskri infektion, sem getur verið i tönnum eða tonsillum, eöa hvar sem er annarsstaðar, þó að sinuitis sé langsamlega algeng- asta orsökin. Öllum kemur sáman um aö in- fektionir í öndunarfærum eigi mikinn þátt í að framkalla asthma. Annarsvegar með því móti. að viö króniskan bronchitis getur svo mikið af bakteriellum proteinum resorberast, að likaminn getur sensibiliserast af þeim og orðið allcrgiskur fyrir þeim. Þetta þarf ekki endilega að vera sá mikro- organismus. sem er orsök sjúk- dómsins. Algengt er t. d. að menn fá asthma upp úr inflúenzubron- chitis. Þeir verða þá ekki ofnæmir fyrir inflúenzuvirus, heldur fyrir einhverjum af þeim organismum, sem sigla í kjölfar inflúenzunnar. sérstaklega streptokokkum. Og ó- hætt er að segja, að maður sem lengi gengur með króniskan bron- chitis, eins og t. d. fjármenn í sveit, sem anda aö sér miklu hey- ryki og ganga því með króniskan bronchitis. t'á svo mikiö af mikro- organismum ofan í bronchi, að þeim bættir mjög við að sensibili- serast af einhverjum þeirra, og má i því sambandi ekki gleyma myglu- sveppunum. sem eru mikilsvert allergen, sem menn verða jafnan að hafa í huga. Ef við skiptum allergisku asthma niður i tvo flokka, því sem stafar af exogenum allergenum og endo- genum (eða infektiöst asthma), þá megum við ekki gleyma því, aö - -i ao þau exogenu allergen geta borist td lungans með tvennu móti: Annars- vegar í gegn um innöndun, svo sem frjóduft. hár, ryk, mjöl o. ík. sem getur svifiö í loftinu, hinsveg- ar i gegn um fæðuna, þar sem aller- geniö resorberast frá meltingar- færunum, og getur þá framkallað mciri eða minni reaktion þar, og berst svo með blóðinu til lungnanna. þar sem það framkallar asthma. Eða það getur borist parenteralt. eins iog t. d. þegar verið er að immunisera menn fyrir einhverju allergeni. Ef skammturinn er hæfi- lega stór fá menn aðeins húöreak- tion á dælingarstaðnum, en ef skammturinn er meiri en góðu hóli gegnir resorberast svo mikið af allergeninu. að sjúklingurinn fær asthmakast. Samskonar fyrirbrigði á sér stað þegar lifrarsullur spring- ur: Sullurinn, sem hefir vaxið hægt á löngum tíma. sensibiliserar likamann fyrir sullproteini. Þegar sullvökvinn kemst út í pcriloneum, hlýzt af því allergisk reaktion. vanalega aðeins sem ofsakláði, en sjúklingurinn getur vel ícngið asthmakast, þótt vanalega fari asthma og urticaria ckki saman. Hér er því annað dæmi um endo- gent allergen, einnig infektiöst, þólt ekki sé um mikroorganismus, heldur parasit aö ræða. Þó að margt í innöndunarloftinu geti valdið asthma, er óhætt aö fullyrða, að langalgengasta orsök- in af því tæi er húsryk. Og það af þeirri einföldu ástæðu, að menti verða helzt allergiskir fyrir því, sem þeir komast mest í tæri við. Ef húsryk er ekki orsökin, liggur næst að gruna einhverja fæðuteg- und. því að algengara er að fæð- unni sé unt að kenna, heldur en einhverju í loftinu öðru en hús- ryki. Og þetta er atriði, sem lækn- um, virðist ekki vera enn almennt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.