Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1945, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.08.1945, Blaðsíða 21
LÆ K NA B LAÐ 1 Ð 6 vikur má svo að jafua'Öi minnka lyfjagjöfina niður í 0,3—0,4 gr. claglega. Þegar efnaskipti eru orðin eÖlileg, er enn rá'Ölagt að minnka dagsskammtinn um loctg. og eftir tveggja mánaða lyfjanotkun er nóg að gefa 10—20 ctg- á dag. Eftir að sjúklingur með hyper- thyreoiclismus hefir tekið lyfið i vikutima, fer aÖ bregða til bata, en meira kveÖur þó aÖ framförunum aÖra og þriðju vikuna. Eftir 5 vikna meÖferÖ eru flest einkenni horfin. Exophthalmus minnkar oftast verulega en getur stundum ágerzt eins og viÖ er að búast. Efnaskipti verðá oftar eðlileg eftir 3—5 vikna meðíerð. Hafi joð verið notað á undan thiouracil, er Ijátinn að jafn- aði mun hægari. Bati helzt á meðan lyfio er notað og eru dæmi til þess að meÖferðinni hafi verið haldið á- fram þrotlaust i 16 mánuði. Eftir langvarandi lyfjanotkun minnkar skjaldkirtillinn verulega og hafa sumir læknar þá hætt meðferðinni til ]æss að sjá hverjú fram yndi. Eru þá dæmi til þess að batinn hafi samt haldizt mánuðum sanian ])ó að of snemmt sé enn að segja með vissu, hvort hann verður var- anlegur. Sumir læknar hafa notað thioura- cil til þess að búa sjúklinga úndir thyreoidectomia. Til þessa virðist ]>að öruggara en joð. BlæÖingar- hætta úr kirtlinum verður þó nokk- uð meiri og stundum kemur peri- thyreoiditis og gerir þetta hvort- tveggja aðgerðina nokkuð erfiðari. Margir telja að ráða megi bót á þessum annmörkumi ef joð er gefið með thiouracil. Talið er að ])eir sem fengið hafa thiouracil, þoli aðgerð- ina ótrúlega vel. Thiouracil er að útliti hvítt krist- alladuft, lyktarlaust en beiskt á bragðið. Sá er galli á gjöf Njarðar, aÖ eitrunareinkenna verður vart hja nálega tiunda hverjum manni, sem notar það. Mest ber á hita, útbrot- um, liðaverkjum eða jafnvel liða- bólgum, uppköstum og niðurgangi. Þá heíir verið getið um bjúg og eitlaþrota en ískyggilegasti fylgi- kvillinn er þó agranulocytosis. Af 200 sjúklingum, sem tóku thioura- cil fengu 2 agranulocytosis og hjörðu þó af báðir- Hins vegar er kunnugt um ekki allfáar banvænar eitranir eftir notkun lyfsins. Agr- anulocytosis er talinn eini hættu- legi fylgikvillinn því að önnur ein- kenni batna jafnan ef hætt er við lyíið eða skammturinn minnkaður. Það hefir verið álit lækna, að lítil eða engin hætta væri á agranulocy- tosis síðar meir, ef lyfið þolist vel fyrstu 5 vikurnar. Nú er kunnugt um sjúklinga, sem fengu banvæna agranulocytosis eftir að meÖferðin hafði gengið að óskum mánuðum santan. Það mun ekki ofmælt að thioura cil sé öruggasta lyfið til ])ess að ráða bót á thyreotoxicosis í skemmri eða lengri tima. Stóri gallinn á ])essu lyfi er eitrunarhættan. Hins vegar er líklegt að brátt finnist nýtt efni, sem búið sé öllum kostum thioúracils en hafi fátt eitt.af göll- um Jæss. Og hver veit nema þessi nýja kemoþerapia geri thyroidec- tomia ó])arfa er tímar líða. Hclstu hcimildir: Archives of Intern- Medicine 74 375—383 '944- Archives of Intern. Medicine 74 479—487 /944- Journ. of Clin. Endocrinol. 4 r—4 1944. Journ. of Am- Aíed. Ass. 127 646—- 647 ’945- V. Alh.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.