Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆIvNAFÉLAGI UEYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: BJÖRN SIGURÐSSON frá Veðramóti og JÓHANNES BJÖRNSSON. 32. árg. Reykjavík 1947 1. tbl. ' B^H59BEHBBBBHBaBHBRBE3BHSÍ^BBBBBBBBKB^HBBBaHfl NETIIIMNULOS (AblaLio s. ainotio retinac) eftir ^Knilj 'cln Se veiniion ciuc ittœln Það er kallað ablatio eða aniotio retinae, þegar retina losnar frá ehorioidea, er það þá annaðhvort vökvi (serum, hlóð eða gröftur) eða þéttar bandvefsnýmyndanir (æxli, að- skotalilutir o. f 1.), sem losa himnurnar ltvora frá annari. Netliimnan klofnar eiginlega í sundur, ])annig að pigment- lagið, sem fósturfræðilega til- heyrir retina, fylgir nú með æðahimnunni. Bólgur, blæð- ingar og örmvndanir eftir per- forationir og aðgerðir inni í auganu sjálfu, í nethimnu og glerhlaupi, geta myndað band- vefsstrengi, sem losa nethimn- una frá og rífa hana. Orsök þess að retina getur losnað frá cliorioidea liggur í byggingu liennar. Nethimnan er aðeins vaxin við ora serrata að fram- an og' við sjóntaugina að aftan, á öllu svæðinu þar á milli ligg- ur hún laus á pigmentlaginu og fær í gegnum það, frá chori- ocapillaris, næringu fyrir neu- roepithelcellur sínar. Nethimnulos er hlutfallslega sjaldgæfur sjúkd., talið h. u. b. 4—8% allra augnsjúkdóma. Hér á landi er hann sennil. enn sjaldgæfari en víða annars slaðar, því að hér er frckar fá- títt að menn séu mjög nærsýnir. Talið er að nál. GO—70% sjúkl. þessara séu nærsýnir, og kemur þá helzt lil greina sterlc nærsýni, t. d. frá 10—20 dioptr. og þar yfir, og að h. u. 1). 11% fái sjúkdóminn i bæði augu. Sjúkdómurinn er sjaldgæfur í fólki innan tvítugs, þótl liann komi fyrir í börnum og ungl- ingum, en algengastur er hann eftir fertugt (60—70%). Karl- menn fá hann næstum lielm- ingi oftar en kvenfólk, sem er sennil. i sambandi við erfiðari

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.