Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 18
6 LÆKNABLAÐIÐ þó sérstaklega eftir 1930, er mönnum tókst að lækna liann með því að nota diathermi- áhöld. Þegar ég var á augnlækna- deild Kommune-sjúkrahússins í Kaupmannahöfn, 1930, var mér ekki kunnugt um að nokk- ur sjúkl., sem innlagður var í sjúkrahúsið mcð sjúkdóm þenna, fengi hata, enda ekki reynd aðgerð. Hér á landi er mér ekki kunnugt um, að tekizt Iiafi að lækna sjúkdóm þcnnan, svo að gagni hafi komið, fyrr en 1933, cr ég gcrði aðgerð á fyrsta sjúkl., scm til mín kom með nethimnulos (sjúkl. var sýnd- ur á læknafundi vorið 1933). Með línum þessum langaði mig til þess að lýsa reynslu minni og árangri af með- höndlun 23 sjúkl. með þennan hættulega augnsjúkdóm. Eru það sjúkk, sem revnt hefir ver- ið að hjálpa, þrátt fyrir að í mörgum tilfellum liáfi litils á- rangurs verið að vænta, bæði vegna aldurs sjúklinganna eða aldurs sjúkdómsins, og fleiri erfiðleika, sem koniu til greina. Meðferð cr konservativ eða operativ. Konservativ meðferð er notuð, ef nethimnulosið er aðeins eilt einkenni almenns sjúkdóms, eins og t. d. við nýrnabólgu og ehorioiditis, i einstökum tilfelum við myopiu, þar sem sjúkdómurinn hefur tilhneigingu til að takmarkast vegna æðahinmusamvaxta, cn það er sjaldgæft. Sömuleiðis við nethimnulos af meiðslum, þar sem rifurnar eru litlar og nægar hlæðingar til staðar til þess að mynda samvexti. Afl- ur á móti hefir hið svokallaða idiopathiska- og traumatiska nethimnulos með stórum rif- um svo slæmar horfur mcð konservativ meðferð, að þar kcmur aðeins aðgerð til greina. Eins og áður var sagt, reyndu menn fyrr meir aðgerðir við sjúkd. þcssum með ástungum, hruna og lyfjum, en þetta reyndist illa vegna þcss, að mönnum var ekki Ijós orsök sjúkdómsins. Gonin reyndi fyrstur að loka rifunum með hruna. Við það hatnaði sjúk- dómurinn. Áður en aðgerð er hafin, verður að leila nákvæmlega um allan fundus að rifum og op- um, því næst að staðfæra rif- urnar utan á sclera-yfirborð- inu, en það er oft erfitt. Rif- urnar gela legið á stórri blöðru og þess vegna alllangt frá augn- veggnum. Enn verður að taka tillit til þess, að þótt mæld séu svo og svo mörg papillu-þver- mál eða millimetrar frá pap- illunni, inn i auganu, svarar heina línan ekki alveg til boga- línu sclera-yfirborðsins, og verður að gera fyrir því, (t. d. samsvarar bein lína ÍO1/^ mm. boga, sem er 11 mm.). Undix-- búningur undir aðgerðirnar er

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.