Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 24
12 LÆKNAB L A í) I }) Guðmundur Guðmundsson {yrrum héraðslæknir í Stykkishólmi. IN MEMDRIAM Hann lézl að sveitasetrinu Spring Hill á evjunni Trinidad í Veslur-Indíum 22. júlí 1946. GuðmundUr læknir var fæddur að Stóru-Völlum á Landi 23. febrúar 1853. Faðir lians var séra Guðmundur Jónsson, prestur þar, en móðir lians var kona séra Guðmundar, Ingibjörg Jónsdóttir prófasts Halldórssonar að Breiðabóls- stað i Fljólsblið. Kona Jóns pró- fasls og amma Guðmundar læknis var Kristín Vigfúsdótlir Thorarensén sýslumanns á Illiðarenda, alsystir Bjarna amtmanns og Skúla læknis. Guðmundur var af góðu bergi brotinn og liafa ýmsir af for- feðrum hans og frændum, eink- um í móðurætt verið meðal mestu áhrifamanna þjóðarinn- ar. Guðmundur varð stúdent frá Reykjavíkurskóla í júní 1873. Mcð Guðmundi er í val fall- inn siðasti læknirinn, sem las læknisfræði hjá landlækni. Hann tók próf hjá Jóni Hjalta- lín í ágústmánuði 1876. Sama ár sigldi hann til Kaupmarina- hafnar og stundaði þar fram- haldsnám í sjúkrahúsum fram á næsta ár. Eftir heimkomuna það ár, var hann settur og síðar skipaður héraðslæknir í Eyrar- bakka-læknishéraði, sem náði þá yfir alla Árnessýslu. Fyrstu 1 árin, sem hann þjónaði þvi héraði, sat hann á Eyrarbakka, en siðan reisli bann bú að Laug- ardælum og bjó þar, þar íil hann fékk lausn frá emhætti 1895 vegna vanheilsu. Ilann slasaðist á ferðalagi árið 1893. Arið eftir sigldi hann lil Skot- lands og Englands til þess að leita sér lækninga, jafnframt kynnti iiann sér handlækningar. Eftir heimkomuna starfaði liann um tíma í Reykjavík og siðar á Stokkseyri. Seint á árinu 1901 var honum svo veitt Stykkishólmshérað og gegndi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.