Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 6
98 lit yfir síðari árin, í bók sinni um hjartasjúkdóma. Pathogenesis. Coarctatio aortae situr venju- lega í arcus aortae, einstaka sinnum niðri í aorta descen- dens eða abdominalis, og finnst í tveimur gerður, sem sé „in- fantil“-gerð og „fullorðinna“- gerð. Sú fyrrnefnda finnst, eins og nafnið bendir til, í smábörn- um. Þá sitja þrengslin 1 aorta, proximalt við upptök ductus, nánar tiltekið, milli arteria subclavia sin„ og ductus arteri- osus (Botalli), og eru venju- lega mjög mikil, stundum al- veg lokuð aorta. Oftast eru einnig aðrir gallar í sjálfu hjartanu. Börn þessi deyja því venjulega skömmu eftir fæð- inguna, en kemur þó fyrir, að þau lifa fáein ár. Það er því ,,fullorðinna“ gerðin af coarctatio aortae, sem er mikils virði að greina, vegna möguleika á skurðað- gerð. Þá sitja þrengslin í aorta rétt við upptök ductus arteri- osus, distalt við upptök arteria subclavia sin. Þrengslin eru mjög mismunandi, allt upp í atresia, og geta verið margir sentimetrar á lengd. Oft er einnig að finna aðra meðfædda hjarta- eða æðagalla, einkum á aorta- lokunum. Warburg telur það vera 1 20% af tilfellum. Þessir gallar á aorta-lokunum, LÆKNABLAÐIÐ ásamt hækkuðum blóðþrýst- ingi, valda oftastnær aorta- insufficiens. Þrengslin á arcus aortae eru venjulega svarandi til isthmus, og eru svo mikil, að lítið sem ekkert blóð kemst þar í gegn. Blóðrásin til neðri útlima verð- ur því að fara gegnum col- lateral æðar, og eru það aðal- lega greinar hægri og vinstri arteria subclavia, í fyrsta lagi gegnum arteriae mammariae internae og arteria epigastrica superior et inferior til arteria femoralis, og í öðru lagi gegn- um arteriae intercostales til aorta descendens. Blóðrásartruflun þessi hefir ekki áhrif á hjartað, fyrr en sjúklingarnir eru komnir af unglingsárum ,en veldur því, að blóðprýstingur er miklu lœgri í fótum en handleggjum. Er hægt að komast að raun um þetta með því einu, að þreifa á slagæðum útlimanna, og þar með greina þessa með- fæddu vansköpun við fyrstu skoðun, Etiologia er ekki kunn, og ekki eru menn á eitt sáttir, hvort þessi vansköpun verði til í fósturlífi eða eftir fæðingu Allflestir hallast að hinni svo kölluðu Nfcoda-kenningu. Sam- kvæmt henni á sá vefur, sem ductus arteriosus er gerður úr, að breiða sig niður 1 aorta- vegginn, og þegar ductus art- eriosus rírnar og lokast, þá

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.