Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 15
L Æ K N A B L A Ð I Ð 107 nánari upplýsingar. Hilus-skugg- arnir eru þéttir með áberandi æða- teikningum út í lungun. Á thorax-myndinni sést hægra megin á costa 6 og 8, og vinstra megin á costa 3, 7, 9 og 10, dæld- ótt neðri brún (usur). Útdráttur: 22 ára maður. Ættin hraust. Alltaf verið hraustur, og þolað vel áreynslu,, Fyrir 4—5 árum fékk hann langvinnt kvef. Síð- an verið kvefsækinn, og mæði og hjartsláttarköst farið að gjöra vart við sig, og hafa þessi óþægindi ágerzt, þannig að hann fær þau nú við að ganga brekku eða taka upp þungan hlut. Hann segist alltaf hafa verið kaldur á fótum og fót- leggjum, en vel heitur á hand- leggjum og höfði, og svitnar þar við áreynslu, Hefir tekið eftir að sár gróa ver á fótum en á höndum. Objektiv skoðun: Horaður, fölleitur, cyanotiskur blær á vörum. Við hreyfingar eykst cyanosis og hann verður mæddur, Áberandi mikil puls- ation í arteria temporalis og carotis báðum megin. Á brjósti og baki ofantil báðum megin finnst pulsation í arteriae int- ercostalis, auk þess sést vous- sure. Hjartað er stækkað til beggja hliða, aðallega til vinstri, Veikt systolisk-diastol- iskt óhljóð heyrist við apex, en stutt, sagandi, systolu-óhljóð í vinstri parasternal-línu við 5 rif. Veikt systolu-óhljóð yfir aorta-stað, og dálítil accentu- ation á 2„aorta-tóni. Ronchi heyrast á brjósti og baki báð- um megin. Ganglimir: Mjög grannir, og kaldir viðkomu. Pulsation 1 arteria dorsalis pedis eða art- eria tibialis post finnst hvorki h. né v. megin. Pulsation er mjög veik í arteria femoralis og arteria poplitea báðum megin Blóðþrýstingur var greini- lega lægri á fótleggjum en á handleggjum. Hjartalínurit bendir á meðfæddan hjarta- galla. Á röntgenmynd sést hjartað stórkostlega stækkað til beggja hliða,. Æðaskugginn er áberandi mjór ,og aorta-bog- ann vantar. Auk þess sést báð- um megin, að neðri brún sumra rifjanna er skörðótt. 2. tilfelli. Maður 31 árs. Foreldrar hraustir. 2 alsystkini og 2 hálfsystkini, öll hraust. Alltaf verið hraustur. Fengið misl. og skarlatssótt, væga. Ekki difteri eða febris rheum. Haft enuresis í upp- vexti. Alltaf þolað vel áreynslu. Gat hlaupið eins hratt og leikfélag- arnir. Tók þátt í knattspyrnu og leikfimi. Aldrei fundið til hjart- sláttarkasta, né verkja fyrir hjarta eða mæði. Haustið 1946 fékk hann hitavott í nokkra daga, en upp úr því mik- inn slappleika og magnleysi í alla limi. Lá heima í 3 mánuði, og var mjög lengi að ná sér. 1947 var fyrst mældur blóðþrýstingur í honum, og var hann hækkaður. Veturinn 1949 versnaði honum aft-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.