Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 99 herpist aorta-veggurinn einnig saman, svarandi til þess svæðis, sem ductus-vefurinn hefur breitt sig um 1 aorta-veggn- um. Eins og áSur er getið, eru þrengslin venjulega kringum upptök ductus arteriosus við coarctatio aortae af fullorð- inna gerðinnin Það, sem mér finnst afsanna hvað mest þessa kenningu, er, að í þeim ritum, sem ég hefi náð til, er að finna 12 tilfelli með coarctatio ann- aðhvort í aorta thoracalis eða í aorta abdominalis. Er ólík- legt, að vefur frá ductus arteri- osus teygi sig alla leið þangað niður. Aldur sjúklinga og árangur aðgerða. Abbott fann 200 tilfelli af coarctatio aortae meðal þeirra 1000 krufninga, sem hún birti skýrslu um, Meðalaldur þeirra við dauða var 36 ár. Reifenstein, Levine og Gross .(1947) fundu meðalaldurinn 35 ár á 104 krufningum með coarctatio aortae, 61% af þess- um 104 sjúklingum dóu fyrir eða á 40. æviári. Af 200 sjúki- ingum Abbotts dóu 74(% fyr- ir eða á 40. aldursári. Aftur á móti hefi ég séð getið í lækna- ritum sjúklings 72 ára, og ann- ars 92 ára, með þennan æða- galla. Það er því auðséö, að horfur eru slæmar fyrir fjöldann af þessum sjúklingum, og mest, er um vert, að greina sjúkdóm- inn á sem yngstum aldri, áður en koma miklar sclerotiskar breytingar í aorta og aukafar- vegi æðakerfisins. Sem dæmi um, hve oft æöagalli þessi fer framhjá læknum, má geta þess, að hjá Abbott (1928) var sjúkdómsgreiningin aðeins til- greind í 14% tilfellanna, og hjá Reifenstein, Levine og Gross (1947) aftur á móti 1 40%, sem mun vera óvenju hátt, Allir eru sammála um það, að beztur árangur náist af skurðaðgerðunum, ef sjúkling- arnir eru innan tvítugs. Hins vegar hafa amerísku læknarnir stundum skorið sjúklinga milli þrítugs og fertugs, og sumarið 1948 gerði Blalock skurðaðgerð á 41 árs gömlum manni með mjög háan blóðþrýsting, præ- cordial verki og höfuðverk. Aðgerðin tókst vel. Gross telur bezta aldurinn til aðgerða vera milli 6 og 20 ára. Eins og venjulegt er, við nýjar aðgerð- ir, hefir dánartalan farið ört lækkandi. Árið 1948 birti Gross árangur aðgerða á 60 sjúkling- um. Dánartalan var 11%. Bla- lock (1948) hafði opererað 26 sjúklinga, Þrír höfðu dáið (um 11%). Jones (1948) 13 sjúkl- inga, af þeim voru 2 dánir. Shapiro (júní 1948) taldist dánartalan vera 16% meðal 128 skurðsjúklinga, sem skýrsl- ur höfðu birzt um„

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.