Læknablaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ
111
PÉTUR MAUNÚSSON.
F. 30/4. 1911, d. 4/11. 1949.
Foreldrar hans voru Magnús
Pétursson héraðslæknir og
fyrri kona hans, Þorbjörg Sig-
hvatsdóttir, bankastj. Bjarna-
sonar.
Hann var fæddur og uppal-
inn á Hólmavík og fluttist með
föður sínum til Reykjavíkur
1922„
Haustið 1924 settist hann í
1. bekk Menntaskólans og lauk
stúdenlsprófi vorið 1930. Hóf
síðan nám í læknisfræði og
lauk prófi 1936. Næstu 3 árin
gegndi hann ýmsum læknis-
störfum hér á landi, en sigldi
síðan til Danmerkur og dvaldi
þar öll stríðsárin við framhalds
nám, Árið 1945 kom hann heim
aftur og stundaði almennar
lækningar í Reykjavík, og
gegndi jafnframl embætti
tryggingaryfirlæknis, fram lil
hausts 1948, en þá var hann
skipaður deildarlæknir við
lyflæknisdeild Landsspítalans,
og gegndi hann því starfi til
dauðadags.
Kona Péturs var Guðrún
Oddsdóttir Kristjánssonar frá
Akureyri. Þetta eru í stuttu
máli æviatriði hans. Hann
hafði aðeins sýnt hvað 1 hon-
um bjó og hvers mátti af hon-
um vænta, en hann hafði þeg-
ar sýnt að hann var afburða-
maður„
Ekki kynntist ég Pétri neitt
að ráði fyrr en í Háskólanum,
þó að við værum bekkjarbræð-
ur alla okkar skólatíð, en þá
urðum við félagar og vinir.
í Háskólanum bar hann
þegar í upphafi af okkur félög-
unum, og kom þar til frábær
ástundun og áhugi, óvenju gott
minni og skarpskyggni, enda
lauk hann embættisprófi með
mjöghárri einkunn (204% st.).
Hygg ég að fáir stúdentar hafi
gengið til prófs með jafn ör-
ugga þekkingu. Hann kunni
allt jafnvel, og hafði fullkom-
ið vald á hverju viðfangsefni,
en lét aldrei mikið yfir kunn-
áltu sinni,,
Þessir eiginleikar einkenndu
Pétur í öllu starfi hans, meðan
honum entist fjör. Hann var
afkastamaður mikill, glöggur
og samvikusamur.
Dului' var hann í skapi og að
jafnaði fáskiptinn. Heldur var
hann seinmæltur og lá lágt
rómur, en þegar hann tók lil